fbpx
Miðvikudagur 27.ágúst 2025
Fréttir

Menn að taka myndir af húsum og ökumenn í vímu

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 1. desember 2022 04:50

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Frá því klukkan 17 í gær þar til á fimmta tímanum í nótt bar það helst til tíðinda hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu að tilkynnt var um menn sem væru að taka myndir af húsum. Þeir fundust ekki.

Kona var vistuð í fangageymslu eftir umferðaróhapp en hún er grunuð um að hafa ekið undir áhrifum fíkniefna. Engin slys urðu á fólki.

Fjórir ökumenn til viðbótar voru handteknir, grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna og/eða áfengis.

Óskað var eftir aðstoð lögreglunnar á hótel eitt vegna gests sem hafði valdið skemmdum í herbergi og haft í hótunum við starfsfólk. Málið er í rannsókn.

Einn var handtekinn eftir uppákomu við öldurhús. Var hann vistaður í fangageymslu vegna brots á vopnalögum. Þótti hann ekki viðræðuhæfur sökum ölvunar.

Einn var handtekinn og vistaður í fangageymslu vegna vímuástands og ónæðis. Hann veittist að lögreglu við handtöku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“

Gufunesmálið: Ekkja Hjörleifs heitins bar vitni – „Þetta er bara eitthvað sem ég horfi á í bíómyndum“
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni

Sjálfstæðisflokkurinn stærstur í borginni
Fréttir
Í gær

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“

Ræða sameiningu símafyrirtækjanna – „Augljóst tækifæri ef þetta fengist gegnum Samkeppniseftirlitið“
Fréttir
Í gær

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn

Gufunesmálið – Lúkas Geir í vitnastúku – Stefán sagði hann vera höfuðpaurinn
Fréttir
Í gær

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið

Þekktur tenniskappi tók æðiskast: Hraunaði yfir dómarann og mölbraut spaðann sinn – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“

Rósa undrandi: „Óneit­an­lega er sér­stakt að lesa um þetta í blöðunum“