fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Meintur innbrotsþjófur handtekinn í Miðborginni – Ekki var allt sem sýndist

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 7. nóvember 2022 06:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á fjórða tímanum í nótt var tilkynnt um yfirstandandi innbrot í fyrirtæki í Miðborginni. Tilkynnandi sagðist sjá hinn grunaða í öryggismyndavélum fyrirtækisins. Lögreglan handtók einn á vettvangi.

Hinn handtekni sagðist hafa nýtt sér þjónustu fyrirtækisins fyrr um kvöldið og hafi sofnað værum svefni þar inni. Umhverfis hann voru tómar áfengisumbúðir.

Þegar tilkynnandi kom á vettvang var farið um fyrirtækið og var engin ummerki að sjá um innbrot né þjófnað og gerir fyrirtækið því engar kröfur á hinn handtekna sem var sleppt lausum.

Ekki var annað að sjá en starfsfólkið hafi óvart læst hann inni þegar það lauk störfum og hann svaf værum svefni. Þegar hann vaknaði og fór á stjá fór öryggiskerfið í gang.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum

Borðvél sem þýðir bók á örfáum sekúndum
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“

Organista Glerárkirkju sagt upp störfum – „Ég var þrjóskur miðaldra karlmaður“
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum

Tekur ekki undir með Snorra Mássyni og segir Miðflokkinn ekki á móti innflytjendum