Tveir eru í haldi lögreglunnar í Osló, höfuðborg Noregs, eftir að karlmaður á þrítugsaldri var skotinn til bana í borginni í nótt. Maðurinn var myrtur nálægt Grønland lestarstöðinni. Lögreglan leitar enn að árásarmanninum en hann sást hlaupa í burtu eftir árásina. Auk þess hefur morðvopnið ekki heldur fundist.
Samkvæmt lögreglunni þá þekktust morðinginn og maðurinn sem var myrtur. Lögreglan í Osló vill þó ekki fjölyrða nánar um samband þeirra að svo stöddu, þetta kemur fram í samtali lögreglunnar við NRK sem fjallar um málið.
„Við vorum mætt snemma á vettvang og fundum mann sem var skotinn, áverkar hans voru of miklir og var hann fljótlega úrskurðaður látinn,“ er haft eftir Rune Hundere hjá lögreglunni í Osló