fbpx
Mánudagur 05.janúar 2026
Fréttir

Starfsmaður grunaður um að hafa beitt heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu Hömrum ofbeldi – „Þetta er mikið áfall“

Björn Þorfinnsson
Fimmtudaginn 24. nóvember 2022 15:27

Hjúkrunarheimilið Hamrar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunur leikur á að starfsmaður hjúkrunarheimilisins Hamra hafi beitt skjólstæðinga heimilisins ofbeldi. Starfsmaðurinn, sem er að erlendu bergi brotinn og hefur starfað á hjúkrunarheimilinu í á annað ár, hefur verið sendur í leyfi frá störfum og er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu.

Hjúkrunarheimilið Hamrar er staðsett við Langatanga 2b Mosfellsbæ og var vígt um mitt ár 2013. Heimilið er 2.250 fermetrar að stærð og þar eru 30 einstaklingsíbúðir fyrir heimilisfólk og er aðstaðan öll með heimilislegu yfirbragði. Hjúkrunarheimilið er undir hatti sjálfseignarstofnunarinnar Eirar.

Samkvæmt heimildum DV annaðist starfsmaðurinn meðal annars einstaklinga sem glíma við alvarlegar heilabilanir. Ekki er ljóst hversu lengi hið meinta ofbeldi hefur staðið yfir en samkvæmt heimildum DV hafði þó borið á kvörtunum í hans garð. Þá hafi áverkar fundist á heimilisfólki sem talið er að starfsmaðurinn hafi níðst á.

„Þetta er mikið áfall“

Sigurður Rúnar Sigurjónsson, forstjóri Eirar, staðfesti að upp hefði komið alvarlegt atvik á hjúkrunarheimilinu. Hann sagðist ekki geta tjáð sig um málið að öðru leyti en að það hefði verið tekið föstum tökum og væri komið í viðeigandi ferli í kerfinu.

„Okkur ber að fara eftir ákveðnum verklagsreglum og það hefur verið gert. Málið var tilkynnt til lögreglu og fer sína leið í kerfinu,“ segir Sigurður Rúnar.

Alls starfa um 450 starfsmenn hjá Eir, þar af um 50 þeirra hjá hjúkrunarheimilinu Hömrum. Segir Sigurður Rúnar að starfsfólk sé miður sín yfir þessum atburðum.

„Þetta er mikið áfall fyrir öll okkar sem koma að þessari starfsemi. Við þurfum núna að fara vandlega yfir málið, upplýsa það og kanna hvað við getum gert til að tryggja að ekkert þessu líkt geti gerst aftur. Öryggi og vellíðan heimilisfólks á hjúkrunarheimilinu er okkur efst í huga,“ segir Sigurður Rúnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli

Sannkallað kraftaverkabarn – Utanlegsfóstur reyndist falið í kýli
Fréttir
Í gær

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við

Trump mun bara færast í aukana eftir atburði dagsins og Ísland þurfi að bregðast við
Fréttir
Í gær

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“

Steinunn vill 2. sætið hjá Samfylkingunni í Reykjavík – „Ég veit hvers það krefst að láta hlutina gerast“
Fréttir
Í gær

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar

Hótaði að nauðga karlmanni í endaþarm og barði annan með billjardkjuða vegna húðlitar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“

Svar Hjálmars við „hörmungaannál“ RÚV – „Hörmungar grípa athyglina“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar

Segir fullyrðingar um aukna áfengisneyslu landans og aukna unglingadrykkju vera rangar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum

Reykjavíkurflugvöllur starfar á bráðabirgðaheimild – Veruleg óánægja hjá Isavia með tillögur að hertum starfsskilyrðum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi

Austurbrú sagði upp konu í fæðingarorlofi