fbpx
Mánudagur 03.nóvember 2025
Fréttir

Klórslysið í Grafarvogslaug – Gestur sótti brúsa af klóri og hellti á steina í gufubaði

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 23. nóvember 2022 10:17

Mynd/reykjavik.is

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Reykjavíkurborg hefur sent frá sér tilkynningu vegna klórslyssins í Grafarvogslaug sem átti sér stað í gærkvöldi.

Segir í tilkynningu að það sé rangt sem kom fram í fjölmiðlum í gærkvöldi, að starfsmenn hafi verið að þrífa gufuna eða gleymt að loka þar hurð. Hið rétta sé að gestur sundlaugarinnar hafi farið inn í lokaða geymslu og sótt þar klór sem hann taldi vera vatn og hellti á steina í gufubaðinu. Þar sem klór geti verið skaðlegt öndunarfærum hafi nokkrir farið til skoðunar á bráðamóttöku og ljóst er að um slys hafi verið að ræða. Lögregla hafi rætt við alla hlutaðeigandi.

Haft er eftir forstöðumanni Grafarvogslaugar, Hrafni Þór Jörgenssyni, að atvikið sé harmað.

„Við hörmum að þetta óhapp hafi átt sér stað. ÍTR fer ítarlega yfir málið og gripið hefur verið til viðeigandi ráðstafana.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið

Hræðilegt ofbeldi fjölskylduföður gagnvart konu og börnum – Missti fóstur eftir spörk í kvið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum

Kristófer segir illa farið með 65 ára starfsmann á Landakoti – Fengin á fund með blekkingum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“

Pólsk kona gat ekki opnað hurðina vegna snjókomu – „Mun einhver finna mig hér?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“

Þórdís Kolbrún þakklát eftir að Ronja var heimt úr helju – „Fólk er gott“