fbpx
Mánudagur 24.nóvember 2025
Fréttir

Íbúar Vesturbæjar verulega ósáttir – „Þetta er ekki boðlegt“

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 10:10

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er ekki hægt að segja að pósthúsið í Bændahöllinni í Vesturbæ Reykjavíkur hafi verið langlíft. Útibúið var opnað árið 2018 en því verður lokað í lok janúar á næsta ári. Greint var frá lokuninni í síðustu viku en þá sagði að ástæðan fyrir lokuninni væri sú að mikill samdráttur hefur verið í bréfasendingum á undanförnum árum. Síðan árið 2010 hefur þeim fækkað um 75% en á sama tíma hefur pakkasendingum fjölgað afar mikið.

Íbúar Vesturbæjar eru langt frá því að vera sáttir með þessa lokun þar sem ekkert pósthús verður í þeirra nágrenni með þessari breytingu. Næsta pósthús verður því það sem staðsett er í Síðumúla. Um 11 mínútur tekur að keyra þangað en um klukkutíma tekur að ganga.

Sigríður Hagalín Björnsdóttir, varafréttastjóri RÚV, er ein þeirra sem er ósátt með lokunina. „Pósthúsinu okkar verður lokað! Alltaf brjálað að gera þar, og þjónustan samt svo frábær. Og bara eitt pósthús eftir vestan Elliðaáa – ég verð að viðurkenna að ég skil þetta ekki,“ segir Sigríður í færslu sem hún birti í Facebook-hópi íbúa Vesturbæjar. „Til hvers er Pósturinn eiginlega?“

Miklar umræður mynduðust undir færslunni. Fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason er einn þeirra sem tekur til máls en hann furðar sig einnig á því að loka skuli pósthúsinu. „Alveg óskiljanlegt. Vð höfum verið með pósthólf þarna, áður niðri í Austurstræti – og nú hvað? Í Síðumúla? Þetta er ekki boðlegt,“ segir hann.

Maður nokkur sem segist hafa verið starfsmaður póstsins í um 7 ár segir þá í athugasemdunum að um ótrúlega sorglega þróun sé að ræða. „Sama og hjá bönkunum að loka útibúum sínum því það er hægt að gera allt „á netinu“. Svipað í matarbúðum (sjálfsafgreiðslukassar) og flugvöllum,“ segir hann.

„Við erum að búa til einmana veröld þar sem við munum eyða sífellt meiri tíma fyrir framan skjáinn og varla tala við aðra manneskju. Ég spái að einmanaleiki aukist töluvert á næstum árum.“

Fleiri íbúar tjá sig í athugasemdunum við færsluna. „Þetta er alveg absúrd á tíma þegar póstverslun hefur aldrei verið meiri,“ segir til dæmis einn íbúi.

„Í stað þess að færa þjónustu inn í hverfin er verið að taka hana í burtu, á sama tíma og þétting byggðar er megin stefna og að fólk eigi að vera fótgangandi eða á hjólum. Þetta er allt í mótsögn við hvort annað,“ segir annar íbúi. Enn annar íbúi segir þá að þetta sé „til háborinnar skammar“.

Þá benda nokkur í hópnum á að svona sé staðan fyrir þau sem búa í úthverfunum á höfuðborgarsvæðinu. „Svona hefur þetta verið í úthverfunum í mörg ár,“ segir til dæmis ein kona í hópnum. „Kjalnesingar þurfa að fara upp á höfða til að komast í pósthús…“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti

Mörgum Sandgerðingum misboðið vegna sölu á gamla Kaupfélagshúsinu – Frænka formanns bæjarráðs keypti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hrina gjaldþrota hjá Jóhannesi og Helga – Háværar ásakanir um svik og pretti

Hrina gjaldþrota hjá Jóhannesi og Helga – Háværar ásakanir um svik og pretti
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt

Áhyggjur af mengun og brostnum forsendum vegna stækkunar hesthúsasvæðisins á Selfossi – Bæjaryfirvöld segja skipulagið mjög skýrt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?

Einn á móti öryggismyndavélum í húsinu – Hver tók alltaf útidyrahurðina úr lás?
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“

Ólafur og Anna skella í lás: „Þegar ríkið setti þennan skatt á þá hrundu bókanir“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt

Landsréttur þyngdi dóm yfir Mohamed sem flutti mikið magn af kókaíni til landsins á frumlegan hátt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár

Hafnfirskir húseigendur verulega ósáttir – Segja lóð nágranna sinna hafa verið of háa í 30 ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra

Meintur ofbeldismaður þarf áfram að sæta nálgunarbanni gegn fyrrum eiginkonu og dætrum þeirra