fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Árásarmaður Omars dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir manndrápstilraun á Seltjarnarnesi

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 22. nóvember 2022 18:30

Omar Alrahman Mynd: Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir tilraun til manndráps og stórfelldar líkamsmeiðingar. Karl Ingi Vil­bergs­son, sak­sóknari hjá em­bætti héraðs­sak­sóknara stað­festir þetta í frétt mbl.is.

Maðurinn réðst á tvo sam­starfs­fé­laga sína á þjóð­há­tíðar­daginn 17.júní  á Sel­tjarnar­nesi og hefur hann setið í gæslu­varð­haldi síðan. Mun hún koma til  frá­dráttar fangelsisvistinni. Héraðssaksóknari fór fram á fimm ára fangelsisdóm en dómstóllinn féllst ekki á þá kröfu. Óvíst er hvort dómnum verði áfrýjað til Landsréttar.

Barinn með klaufhamri í höfuðið

Annar þolenda mannsins þríhöfuðkúpubrotnaði. Sá heitir Omar Alraham, en hann er 41 árs gamall maður frá Írak. sem búsettur er í Hafnarfirði með fjölskyldu sinni. Hann lýsti árásinni í samtali við DV viku eftir árásina en hún átti sér stað á byggingasvæði á Seltjarnarnesi þar sem Omar var við vinnu.

Hann greindi frá því að hann hafi kropið  niður við bílhjól að huga að dekki á bíl sínum sem var í ólagi og muni svo næst eftir sér á sjúkrahúsi umkringdur heilbrigðisstarfsfólki og lögreglumönnum. Síðar kom í ljós að vinnufélagi hans hafði ráðist aftan að honum og barið Omar í höfuðið með klaufhamri og jarðhaka. Árásarmaðurinn hafi svo snúið sér að öðrum vinnufélaga þeirra og lamið hann með sama klaufhamri.

Sjá einnig: Omar varð fyrir manndrápstilraun á Seltjarnarnesi á 17. júní – „Ég get ekki sofið og þori ekki út úr húsi“

Árásin átti sér stað um morguninn og hlaut Omar þrjú brot á höfuðkúpu og sár á höfði, rifbeinsbrot og löskun á hægri hendi. Auk þess var árásin honum mikið áfall.

„Vinur minn var að hjálpa mér eitthvað með dekkið. Ég beygði mig niður. Ég sá að einhver gekk aftur fyrir mig. Svo man ég ekki neitt þar til ég vakna allt í einu á spítalanum. Ég spurði: Hvað gerðist eiginlega?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar

Börn sem yfirgáfu Grindavík vegna hamfara meta líðan sína síðri en jafnaldrar
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“

„Sem heilbrigðisstarfsmanni hefur það reynst mér erfitt og mikill lærdómur að þurfa að vera hinu megin við borðið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst

Deilir bréfi sem hún skrifaði Guðna ári eftir að þau hittust fyrst
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill