fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Leita að ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við umferðarslysið á föstudag

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 21. nóvember 2022 16:16

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar enn eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í Reykjavík á föstudagsmorgun. Tilkynning um slysið barst klukkan 09:39.

Þar var bifreið ekið norður Kringlumýrarbraut, á hægri akrein, og hafnaði bifreiðin á gangandi vegfaranda sem ætlaði að ganga yfir gatnamótin til vesturs. Vegfarandinn var í kjölfarið fluttur mjög alvarlega slasaður á slysadeild og lokað var fyrir umferð norður Kringlumýrarbraut frá Háaleitisbraut meðan unnið var á vettvangi.

Lögreglan óskar sérstaklega eftir að ná tali af ökumanni hvítrar bifreiðar, sem líklega er af gerðinni Volkswagen, sem í aðdraganda slyssins ók samsíða bifreiðinni sem hafnaði á vegfarandanum, en var komin fram fyrir bifreiðina rétt áður en slysið varð. Ökumaður hvítu bifreiðarinnar er beðinn um að hafa samband við lögreglu sem og önnur sem urðu vitni að slysinu.

Hægt er að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið arni.petur@lrh.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf

Bjarki Fjarki hlaut 5 ár fyrir nauðgun – Taldi brotaþola hafa samþykkt BDSM-kynlíf
Fréttir
Í gær

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Í gær

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“

Heimir Karls fengið nóg: „Ég get eiginlega ekki orða bundist“
Fréttir
Í gær

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“

Pentagon hjólar í nýja þætti á Netflix – „Woke-rusl“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“

Samkeppniseftirlitið bregst við hótunum banka um vaxtahækkanir – „Brot á samkeppnislögum geta varðað ströngum viðurlögum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Aukist að fólk geri upp glænýjar íbúðir – Nýjum innréttingum og gólfefnum fargað

Aukist að fólk geri upp glænýjar íbúðir – Nýjum innréttingum og gólfefnum fargað