fbpx
Laugardagur 20.desember 2025
Fréttir

Leita að ökumanni hvítrar bifreiðar í tengslum við umferðarslysið á föstudag

Erla Dóra Magnúsdóttir
Mánudaginn 21. nóvember 2022 16:16

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar enn eftir vitnum að umferðarslysi sem varð á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í Reykjavík á föstudagsmorgun. Tilkynning um slysið barst klukkan 09:39.

Þar var bifreið ekið norður Kringlumýrarbraut, á hægri akrein, og hafnaði bifreiðin á gangandi vegfaranda sem ætlaði að ganga yfir gatnamótin til vesturs. Vegfarandinn var í kjölfarið fluttur mjög alvarlega slasaður á slysadeild og lokað var fyrir umferð norður Kringlumýrarbraut frá Háaleitisbraut meðan unnið var á vettvangi.

Lögreglan óskar sérstaklega eftir að ná tali af ökumanni hvítrar bifreiðar, sem líklega er af gerðinni Volkswagen, sem í aðdraganda slyssins ók samsíða bifreiðinni sem hafnaði á vegfarandanum, en var komin fram fyrir bifreiðina rétt áður en slysið varð. Ökumaður hvítu bifreiðarinnar er beðinn um að hafa samband við lögreglu sem og önnur sem urðu vitni að slysinu.

Hægt er að hafa samband við lögreglu í síma 444-1000 en einnig má senda upplýsingar í tölvupósti á netfangið arni.petur@lrh.is.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu

Líkamsárás í Kópavogi – Nefbraut konu
Fréttir
Í gær

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa

Sérkennilegt ástand hjá Auto Park – Eigendaskipti í skugga ógreiddra launa
Fréttir
Í gær

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi

Lögregluaðgerð með aðstoð sérsveitar stendur yfir á Selfossi
Fréttir
Í gær

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu

Kristján Sívarsson fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar – Olli höfuðkúpubroti konu
Fréttir
Í gær

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“

Heimsþekktur grínisti gerði óspart grín að nafni íslenskrar konu – „Er það í alvöru nafnið þitt?“
Fréttir
Í gær

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum

Súlunesmálið: Afi Margrétar sagði föður hennar hafa setið til borðs með ullarhúfu á höfðinu til að leyna áverkum