fbpx
Miðvikudagur 26.nóvember 2025
Fréttir

Sara segist hafa „endurforritað“ sig með dáleiðslu – „Ég er algjörlega frjáls í dag“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 15. nóvember 2022 19:00

Skjáskot/Hringbraut

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við beitum okkur sjálf andlegu ofbeldi,“ segir Sara Pálsdóttir dáleiðari í viðtali við Ásdísi Olsen í þættinum Undir yfirborðið sem sýndur er á Hringbraut í kvöld.

Sara var velmegandi lögmaður og gekk allt í haginn á veraldlega sviðinu en á sama tíma hellti hún í sig eintómu vodka daglega til að deyfa sig. Hún segir að hugurinn hafi haldið sér í heljargreipum og að hún hafi verið undirlögð af sjúkdómum og verkjum. „Fyrsta opinberunin var sú að sjá að rót veikinda minna var það að ég elskaði ekki sjálfa mig, að ég í rauninni var djúpt sokkin í sjálfshatur,“ segir Sara í þættinum.

Aðspurð um það hvernig hún fékk þessa opinberun segir Sara að það hafi gerst smátt og smátt í gegnum bataferðalagið sitt. „Í gegnum þessar upplýsingar sem ég er að fá í gegnum undirmeðvitundina mína. Undirmeðvitundin, það eru rosalegar upplýsingar sem eru geymdar þar, hún man allt, hún veit allt, allar minningar eru geymdar þarna. Hún veit allt um líkamann, frumurnar, orkuna, hugsanirnar okkar og ef það er eitthvað að þá veit undirmeðvitundin hvað er að, af hverju og hvað þarf að gerast til að fá frelsi frá því,“ segir hún.

„Þannig þegar ég fer að tengjast undirmeðvitundinni og gefa henni réttar skipanir, um að ég vilji fá bata, um að ég vilji fá frelsi, þá byrjar hún strax að vinna að því. Hún byrjar að sýna mér og allt í einu fékk ég bara opinberun, ég man ekki hvort það var í hugleiðslu eða dáleiðslu, að ég væri yfirfull af neikvæðum kvíðaforritum sem voru að skapa kvíðahugsanir sem voru neikvæðar og ágengar, það var að valda meðal annars kvíðanum. Þá fór ég á fullu í að breyta því. endurforrita undirmeðvitundina.“

Sara segist hafa náð að „endurforrita“ sig með dáleiðslu og þannig náð bata. „Ég er algjörlega frjáls í dag,“ segir Sara, sem í þættinum sem sýndur er á Hringbraut klukkan 19:30 og 21:30 í kvöld.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af

Hamed í fimm ára fangelsi eftir hryllinginn við Skyggnisbraut – Hending ein að ekki hlaust mannsbani af
Fréttir
Í gær

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi

Lögmaður í haldi á Hólmsheiði vegna gruns um skipulagða glæpastarfsemi
Fréttir
Í gær

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust

Neitað um bætur eftir að farþega blæddi stanslaust
Fréttir
Í gær

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“

Steinunn varpar ljósi á brjálæðislegt álag – „Staða sem á ekki að koma upp á sjúkrahúsi í velmegandi ríki árið 2025“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar

Pétur hættir sem forstjóri Reykjalundar
Hide picture