fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

Kristinn segir að hvarf Friðfinns hafi komið öllum í opna skjöldu – „Hann var búinn að standa sig gríðarlega vel“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 15. nóvember 2022 10:37

Faðirinn, Kristinn, til vinstri, og Friðfinnur til hægri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er bókstaflega ekkert að frétta núna, engar frekari fréttir en þær sem komu í gær,“ segir séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir Friðfinns Freys Kristinssonar sem lögregla lýsti eftir í gær.

Leit hjálparsveita og þyrlu Landhelgisgæslunnar að Friðfinni stóð yfir í gær, meðal annars í Grafarvogi og Kópavogi. Leitin stóð fram á kvöld, að sögn Kristins, en skilaði engu.

Kristinn er ánægður með framlag lögreglu og hjálparsveita í málinu og viðmót þessara aðila við sig.  „Já, þeir hafa staðið sig mjög vel og ég er mjög þakklátur fyrir þeirra vinnu og björgunarsveitanna, ég er mjög þakklátur fyrir þeirra framlag.“

Aðspurður um framhald leitar segir hann: „Í gærkvöld skildist mér að þeir ætluðu að halda áfram en ég hef engar fréttir fengið í dag, en ég held að þeir vinni að málinu áfram í dag.“

Kristinn segist síðast hafa hitt son sinn á fimmtudaginn. Segir hann það hafa komið öllum í opna skjöldu að Friðfinnur skyldi týnast. „Það var ekkert óvenjulegt í gangi. Þetta kom öllum afskaplega á óvart því hann var búinn að standa sig gríðarlega vel og maður bara skilur þetta ekki.“

Kristinn segir son sinn hafa átt í fíkniefnavanda en hann hafi verið ekki verið í neyslu undanfarið og hafi verið kominn á beinu brauina. „Já, hann átti í fíknivanda en það hafði gengið vel undanfarið. En svona er þessi fíkniefnaheimur, hann er viðbjóður.“

Kristinn segir að ættingjar Friðfinns séu í góðu sambandi og þau styðji hvert annað á þessum erfiðu tímum. „Við erum í góðum tengslum og styðjum hvert annað. Við höfum styrk hvert af öðru og það er mikil huggun í því.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Í gær

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Í gær

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin
Fréttir
Í gær

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“