fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
Fréttir

Virtir góðborgarar í stærsta kókaínmáli sögunnar – Páll, Daði, Jóhannes og Birgir ákærðir

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 14. nóvember 2022 17:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sakborningarnir fjórir í stóra kókaínmálinu eiga lítinn sakaferil að baki en hafa sumir áunnið sér virðingu í samfélaginu fyrir störf sín. Um er að ræða stærsta kókaín-mál Íslandssögunnar. DV hefur ákæru málsins undir höndum.

Mennirnir heita Páll Jónsson, Daði Björnsson, Jóhannes Páll Durr og Birgir Halldórsson. Páll Jónsson er 67 ára gamall og hefur stundað innflutning á timbri. Fyrirtæki hans heitir Hús og Harðviður en í ákæru segir að fyrirtækið hafi verið notað í peningaþvætti í tengslum við kókaínsmyglið.

Meðal ákærðra er einnig Jóhanns Páll Durr, 28 ára gamall, en Vísir bendir á að hann er fyrrverandi liðstjóri hjá íslensku landsliði í rafíþróttum.

Mennirnir eru sakaðir um að hafa staðið að innflutningi á um 100 kílóum af kókaíni sem voru flutt til landsins falin í trjádrumbum í timbursendingu. Raunar var búið að skipta efnunum út fyrir annað áður en þau komu til Íslands. Efnin komu fyrst með gámum frá Brasilíu til Hollands. Íslenska lögreglan hafði veður af smyglinu og lét tollverði í Rotterdam í Hollandi vita. Þeir skiptu fíkniefnunum út fyrir gerviefni áður en gámurinn fór til Íslands.

Götuvirði efnanna er talið nema um tveimur milljörðum króna, samkvæmt frétt Vísis.

Allir sakborningarnir sitja í gæsluvarðhaldi í dag, einn á Hólmsheiði og þrír á Litla-Hrauni.

Risasending af gerviefnum í skjóli sumarnætur

Gámurinn með efnunum kom hingað til lands aðfaranótt 25. júlí í sumar sem leið. Var gámurinn afgreiddur af tollsvæði þann 2. ágúst og þaðan fluttur að Borgartúni í Reykjavík. Þann 4. ágúst voru trjádrumbarnir fjarlægðir úr gámnum og fluttir að Gjáhellu 13 í Hafnarfirði þar sem gerviefninu, sem mennirnir töldu vera kókaín, var pakkað. Hluti af sendingunni var keyrður með sendibíl til ógreinds aðila hér á landi, eins og það er orðað í ákærunni, til að hægt yrði að koma efnunum í sölu og dreifingu. Lögreglan lagði hald á efnin í bílnum þar sem honum var lagt í stæði í Mosfellsbæ.

Mennirnir eru auk ákæru um stórfellt fíkniefnasmygl ákærðir fyrir peningaþvætti en á reikningum þeirra hafa fundist háar fjárhæðir sem þeir geta ekki gert grein fyrir. Þannig er timbursalinn Páll Jónsson sakaður um peningaþvætti upp á rúmlega 16 milljónir kóna. Er hann sagður hafa tekið, geymt, umbreytt og aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum sem nemur þessari upphæð. Er hann sagður hafa notað peningana til eigin framfærslu og til að greiða fyrir innflutning fíkniefna.

Birgir Halldórsson, sem er fæddur árið 1995, er sagður hafa tekið við, geymt, umbreytt og aflað sér ávinnings af refsiverðum brotum fyrir samtals rúmlega 13 milljónir króna. Geymdi hann peningana og notaði til eigin framfærslu.

Rafíþróttaliðstjórinn Jóhannes Páll er sakaður um að hafa tekið við eða aflað sér með ólöglegum hætti ríflega 17 milljónum króna.

Daði Björnsson, sem fæddur er árið 1992, er sakaður um peningaþvætti sem nemur rúmlega 16,3 milljónum króna.

Réttað verður yfir mönnunum fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur en DV er ókunnugt um hvenær aðalmeðferð í málinu verður eða hvort komin er dagsetning á hana.

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Segir flugöryggi ógnað

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela

Trump hvetur til afhjúpunar á öllum Epstein-skjölum – Segist hafa ekkert að fela
Fréttir
Í gær

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“

Gagnrýna orðræðu Miðflokksins og benda á hvaðan innflytjendur á Íslandi koma – „Hef enga trú á að Íslendingar láti blekkja sig“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa

Íslendingar erlendis bíða sumir í ofvæni eftir rafrænum lyfjaávísunum milli landa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum

Jón Viðar segir Nadine þurfa að beina reiðinni að eiginmanninum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar

Nadine sár út í sinn gamla vinnustað – Vísir neitar að taka niður myndina af syni hennar
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“