fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
Fréttir

Bílasalan Bensínlaus úrskurðuð gjaldþrota – Ásakanir um stórfelld svik og pretti

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 9. nóvember 2022 10:00

Ívar Máni Garðarsson er annar af eigendum bílasölunnar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bílasalan Bensínlaus ehf. hefur verið úrskurðað gjaldþrota. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag en þar kemur fram að héraðsdómur Reykjavíkur hafi úrskurðað félagið gjaldþrota þann 2. nóvember síðastliðinn. Frestdagur varðandi kröfur í þrotabúið miðast við 17. ágúst 2022 og er ráðgert að skiptafundur fari fram þann 30. janúar næstkomandi.

Eins og nafnið gefur til kynna sérhæfði bílasalan sig í rafbílum en forsvarsmenn félagsins voru þeir Ívar Máni Garðarsson, framkvæmdastjóri bílasölunnar, og hinn breski Jamie Clark sem báðir áttu helmingshlut í félaginu.

Í apríl var greint frá því ásökunum um stórfellda svikastarfsemi fyrirtækisins bæði frá fyrrum starfsmönnum fyrirtækisins og viðskiptavinum þess.

Í þeim hópi var meðal annars ellilífeyrisþeginn Jóhannes Þór Jóhannesson sem hafði greitt bílasölunni tæpar 8 milljónir króna fyrir nýjan Ford Mustang-bíl en ekki fengið bílinn afhentan.

Á sama tíma var greint frá því að fjórir lykilstarfsmenn bílasölunnar hefðu hætt störfum vegna þessara viðskiptahátta.  Þetta voru aðstoðarframkvæmdastjóri, sölustjóri, innkaupastjóri og mannauðsstjóri fyrirtækisins. „Við vitum að stjórnendur Bensinlaus.is eru að sýna viðskiptavinum verksmiðjupantanir á bílum úti á meginlandi Evrópu sem enginn fótur er fyrir, en með eftirgrennslan vegna nokkurra svona tilvika komst ég að því að engin pöntun lá fyrir,“ sagði Jóhanna Pálsdóttir, fyrrum innkaupastjóri bílasölunnar og  Gísli Gíslason, fyrrum sölustjóri bílasölunnar, staðfesti sögu Jóhönnu og sagði að hluti svikanna væri að seinka ítrekað afhendingu bílanna hér á landi.

Þá var greint frá því að framkvæmdarstjórinn Ívar Máni væri flúinn til Marbella á Spáni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sauð upp úr á bensínstöð N1: Kinnbeinsbrotinn, marinn og bólginn

Sauð upp úr á bensínstöð N1: Kinnbeinsbrotinn, marinn og bólginn
Fréttir
Í gær

B5-ævintýri Sverris Einars endaði með 100 milljón króna gjaldþroti – Annað stóra gjaldþrotið á þessu ári

B5-ævintýri Sverris Einars endaði með 100 milljón króna gjaldþroti – Annað stóra gjaldþrotið á þessu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réttarhöld í meiðyrðamáli Harðar gegn Hödd í farvegi

Réttarhöld í meiðyrðamáli Harðar gegn Hödd í farvegi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli

Exi fannst við húsleit hjá konu – Var áður vitni í frægu morðmáli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Írskir útvegsmenn og sjómenn vilja að ESB setji viðskiptaþvinganir á Ísland – „Stofninn kominn á ystu nöf“

Írskir útvegsmenn og sjómenn vilja að ESB setji viðskiptaþvinganir á Ísland – „Stofninn kominn á ystu nöf“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Sjáðu hvernig hann er búinn að taka Ölfus og snúa þessu við eins og blautum gúmmívettling“

„Sjáðu hvernig hann er búinn að taka Ölfus og snúa þessu við eins og blautum gúmmívettling“