fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
Fréttir

Rekinn frá Aðalskoðun vegna hagsmunaáreksturs – „Hann Dolli er þaul reyndur í bifvéla viðgerðum og er full fær í flestann sjó“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 8. nóvember 2022 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 4. nóvember var kveðinn upp dómur í Héraðsdómi Reykjaness í máli þar sem fyrrverandi starfsmaður Aðalskoðunar hf. stefndi fyrirtækinu fyrir meinta ólöglega uppsögn og vangoldin laun.

Maðurinn var ráðinn til Aðalskoðunar árið 2017 en sagt upp í ágústmánuði 2021. Ástæða uppsagnarinnar var meint brot gegn yfirlýsingu sem maðurinn undirritaði er hann hóf störf hjá fyrirtækinu:

„Skoðunarmaður Aðalskoðunar hf. skal vera laus við hvers kyns viðskiptalegan, fjárhaglegan og annan þrýsting sem áhrif getur haft á faglega dómgreind hans; má ekki vera framleiðandi, hönnuður, söluaðili, umboðsmaður, leigjandi, eða annast almennar viðgerðir ökutækja.“

Er yfirmenn hjá Aðalskoðun komust að því að maðurinn ætti hlut í fyrirtækinu Multimenn var það álitið vera brot gegn ráðingarsamningnum og honum var sagt upp. Í dómi héraðsdóms er tilgreindur texti um manninn sem finna má heimasíðu Multimanna, þar segir um hann:

„Sér um bifvélaverkstæði Multimenn Mótorsport Þjónustu. Hann Dolli er þaul reyndur í bifvéla viðgerðum og er full fær í flestann sjó þegar kemur að öllu sem við kemur bílum.“

Það var mat mannsins að hann hafi ekki með þessum hagsmunatengslum brotið starfsmamninginn og Aðalskoðun hafi verið óheimilt að segja honum upp fyrirvaralaust. Gerði hann bæði kröfu um laun í uppsagnarfresti og miskabætur. Krafa hans á Aðalskoðun var um bætur upp á tæplega 2,2 milljónir króna.

Tekist var á um hvort hann hefði brotið ráðningarsamning sinn og þá hvort vanefndir hans hefðu verið nægilegar til að segja honum upp fyrirvaralaust og greiða honum ekki laun í uppsagnarfresti.

Héraðsdómur var á því að Aðalskoðun hefði verið í rétti og sýknaði fyrirtækið af kröfum mannsins. Var manninum jafnframt gert að greiða 800 þúsund krónur í málskostnað.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið

Varar foreldra við að setja handklæði utan um axlir barna – Er stórhættulegt og til er mun betri leið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“

Einar óttast að lýðræðið sé að hverfa – „Höfum við misst stjórnina?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Máttu reka framkvæmdastjóra sem notaði 12 tölvur fyrirtækisins til að grafa eftir rafmynt

Máttu reka framkvæmdastjóra sem notaði 12 tölvur fyrirtækisins til að grafa eftir rafmynt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“