fbpx
Laugardagur 17.maí 2025
Fréttir

Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum auglýsir eftir manni út af 1,47 g af hassi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 31. október 2022 11:30

Frá Vestmannaeyjum. Mynd: Óskar Friðriksson. Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fíkniefnamál eru misstór en eitt mál sem getið er um í Lögbirtingablaðinu í dag hlýtur að fara í flokk minniháttar fíkniefnamála. Lögreglustjórinn í Vestmannaeyjum birtir þar manni fyrirkall og ákæru en það er gert þegar ekki tekst að ná sambandi við sakborninga til að birta þeim ákæru.

Maðurinn er ákærður fyrir að hafa haft í fórum sínum 1,47 g af hassi. Magnið er svo lítið að það flokkast sem neysluskammtur. Í ákæru, sem birt er í Lögbirtingablaðinu, segir að efnin hafi fundist innanklæða hjá manninum og í farangri hans við leit sem framkvæmd var á Lögreglustöðinni í Vestmannaeyjum, þann 9. janúar á þessu ári.

Lögreglustjóri krefst þess að maðurinn verði dæmdur til refsingar en málið verður þingfest hjá Sýslumanninum í Vestmannaeyjum þann 8. desember næskomandi. Vanalega eru sakamál þingfest og tekin til meðferðar hjá héraðsdómstólum en Vestmannaeyjar falla undir Héraðsdómstól Suðurlands sem er á Selfossi.

Maðurinn er erlendur en í fyrirkallinu er hann hvattur til að mæta hjá sýslumann í desember. Þar segir orðrétt:

„Ákærði er kvaddur til að koma fyrir dóm, hlýða á ákæru, halda uppi vörnum og sæta dómi. Sæki ákærði ekki þing má hann búast við því að fjarvist hans  verði metin til jafns við það að hann viðurkenni að hafa framið brot það sem hann er ákærður fyrir og dómur verði lagður á málið að honum fjarstöddum. Birtingarfrestur er þrír sólarhringar.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti

Írska lögreglan styðst við sýnir miðla í leitinni að Jóni Þresti
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum

Margeiri dæmdar miskabætur vegna flutnings í starfi- Átti í ástarsambandi við samstarfskonu sem kvartaði undan honum
Fréttir
Í gær

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“

Óttast að ákvæðið verði notað til að hindra að fatlað fólk flytji í Hafnarfjörð – „Ætti að geta valið sér búsetu eins og aðrir í samfélaginu“
Fréttir
Í gær

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést

Þrír með stöðu sakbornings vegna brunans á Stuðlum þegar 17 ára piltur lést
Fréttir
Í gær

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði

Angjelin Sterkaj gifti sig í Grundarfjarðarkirkju – Afplánar dóm fyrir morðið í Rauðagerði
Fréttir
Í gær

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu

Guðni snýr sér að Kristrúnu og skorar á hana – Úlfari kastað út eins og hundi á hnakkadrambinu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann

Fjölskylduhjálp Íslands fékk ekki styrk í ár því samtökin sóttu ekki um hann
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum

Flóttamaður grunaður um hrottaleg brot gegn eiginkonu sinni og fimm börnum