fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Austurríkismaður í vanda á Íslandi – Með hreinan sakaferil og átti ekki fíkniefnin sjálfur

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 20. október 2022 22:09

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Austurrískur ríkisborgari var í dag (20. október) dæmdur í 15 mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness, fyrir innflutning á rétt tæpu kílói af kókaíni.

Efnin flutti maðurinn með flugi til Íslands frá Amsterdam. Faldi hann efnin í farangri sínum. Þetta gerðist þann 20. ágúst síðastliðinn.

Það er mat dómsins að maðurinn hafi ekki sjálfur átt fíkniefnin og hann virðist ekki vera með neinn sakaferil. Þetta leiðir hugann að tilkynningu lögreglu í dag um stöðumat á skipulagðri brotastarfsemi. Þar kemur fram að íslenskir aðilar, búsettir erlendis, stýra ákveðnum brotahópum á Íslandi:

„Skipulögð brotastarfsemi á Íslandi er umfangsmikil og alþjóðleg í eðli sínu. Starfsemin er skipulögð á þann veg að erfitt er greina brotin nema heildarmynd starfseminnar liggi fyrir. Ljóst er að að íslenskir aðilar búsettir erlendis stýra ákveðnum brotahópum hér á landi. Málin eru fjölbreytt í eðli sínu en mörg hver snúa að hagnýtingu skipulagðra brotahópa á fólki í viðkvæmri stöðu, til að mynda til fíknefnasmygls og mansals. Mikil aukning mála hefur verið hjá lögreglu á landamærum Íslands sem tengja má skipulagðri brotastarfsemi.“

Sem fyrr segir var austurríski maðurinn dæmdur í 15 mánaða fangelsi. Hann þarf auk þess að greiða rúmar 1,3 milljónir króna í málskostnað.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum

Krefst skilnaðar frá manni sem hún telur hafa gifst sér af hagkvæmnisástæðum
Fréttir
Í gær

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs

Isavia dæmt til að greiða manni milljónir í skaðabætur fyrir að segja honum upp vegna aldurs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás

Sauð upp úr á Þórshöfn – Kona ákærð fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“

Halldór vill að lögreglan rannsaki betur andlát systur hans – „Því þetta er mjög óþægilegt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir

Jóhann hélt hann hefði fengið íbúðina en svo kom tölvupósturinn daginn eftir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“

Gagnrýnir „fórnarlambastrámenn“ minnihlutans – „Stilla alltaf upp litla manninum sem skildi fyrir breiðu bökin“