fbpx
Fimmtudagur 28.ágúst 2025
Fréttir

GPS lá niðri í danskri lofthelgi í 15 mínútur – „Eitthvað sem við sjáum venjulega á átakasvæðum“

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 17. október 2022 08:00

Flugvél frá SAS. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðdegis þann 3. október síðastliðinn áttu flugvélar, sem flugu í danskri lofthelgi, í erfiðleikum með að ná sambandi við GPS-kerfið. Vandinn kom upp um klukkan 15. Á sama tíma áttu mörg skip einnig í vanda við að ná sambandi við kerfið.

TV2 skýrir frá þessu og byggir á gögnum frá samgöngustofnuninni sem sjónvarpsstöðin fékk afhent á grundvelli upplýsingalaga.

Thomas Galasz Nielsen, yfirmaður hernaðartæknideildar danska varnarmálaskólans, sagði í samtali við TV2 að það verði að taka atburð af þessu tagi alvarlega. Þetta sé kerfi sem sé notað til að halda flugvélum og skipum á réttri stefnu. Hann benti einnig á að hvað varðar flugumferð sé varakerfi, sem byggir á útvarpsbylgjum.

Það kerfi virkar mjög vel sagði Jesper Zahariassen, aðstoðarflugrekstrarstjóri hjá SAS flugfélaginu. Hann sagði að það hafi engin áhrif á öryggi stórra flugvéla þótt GPS-kerfið hætti að virka en geti komið sér illa fyrir litlar vélar sem séu ekki með sama varakerfi.

Hann sagði að það komi fyrir að GPS-merkin hverfi en það hafi ekki gerst áður í Danmörku. „Þetta er ekki neitt sem við höfum lent í, í Danmörku. Þetta er eitthvað sem við sjáum venjulega á átakasvæðum. Í Norður-Noregi, nærri rússnesku landamærunum, þar sem Rússarnir trufla merkjasendingarnar og í austanverðu Miðjarðarhafi,“ sagði hann.

Búið er að strika yfir mestan hluta þess sem kemur fram í gögnunum sem TV2 fékk afhent og var það gert með tilvísun í að um „öryggi ríkisins eða varnir ríkisins“ sé að ræða. Af þeim sökum kemur ekki fram í frétt TV2 hvað gæti hafa valdið þessu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“

Segir Valtý hafa ætlað að fela sannleikann í stærsta sakamáli Íslandssögunnar – „Banamaður Geirfinns hafði hreðjatak á þér“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu

Málverk sem nasistar stálu sást óvænt í fasteignaauglýsingu í Argentínu
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf

Hagkaup vara við svikapóstum – Óvenju handstór kona lofar veglegri gjöf
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Þorbjörg skólar Snorra til – „Gerir hann sér grein fyrir því að hann hljómar eins og rússneskur botti?“

Þorbjörg skólar Snorra til – „Gerir hann sér grein fyrir því að hann hljómar eins og rússneskur botti?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Fjöldi Evrópuríkja hættir að senda póst til Bandaríkjanna – Ísland þar á meðal

Fjöldi Evrópuríkja hættir að senda póst til Bandaríkjanna – Ísland þar á meðal
Fréttir
Í gær

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig

Guðmundur Ingi útskýrir hvers vegna hann fékk fyrrum þingmann Samfylkingar til að aðstoða sig
Fréttir
Í gær

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum

Húseigandi á Egilsstöðum fær ekki að losna við tjaldstæði á næstu grösum