fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Fréttir

Bogi sendi póst á starfsmenn Icelandair – Mjög ósáttur við neikvæða umræðu um starfsandann – „Óviðeigandi, rangt og meiðandi“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 14. október 2022 22:20

Bogi Nils Bogason. Skjáskot RÚV.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, sendi á fimmtudag tölvupóst til starfsmanna Icelandair með eftirfarandi ávarpskveðju:

„Kæra samstarfsfólk, flugfreyjur og flugþjónar.“

Í bréfinu þakkar Bogi fyrir vel unnin störf við krefjandi aðstæður á liðnu sumri en hann fer líka nokkrum orðum um neikvæða umræðu um starfsanda og starfsaðstæður hjá fyrirtækinu, en slík umræða hefur verið nokkuð í fréttum undanfarið.

Í frétt Morgunblaðsins í september segir flugfreyja að óttastjórnun og klögunarmenning ríki innan fyrirtækisins. Segir hún fólk vera á nálum og ekki þora að segja neitt neikvætt eða setja fram gagnrýni af ótta við uppsögn eða að fá ekki fastráðningu.

Starfsandinn hefur einnig mikið verið í umræðu á samfélagsmiðlum og virðist Bogi mjög ósáttur við þá umræðu. Hann segir í póstinum til starfsmanna:

„Að undanförnu hefur borið nokkuð á opinberri umræðu um vinnnustaðinn okkar, ekki síst því sem snýr að ykkar störfum. Umræðan endurspeglar ekki niðurstöður vinnustaðagreininga, fjölda umsókna um áframhaldandi starf né fjölda mörg samtöl sem ég hef átt við ykkur.“

Bogi segir að auðvitað komi upp ýmis mál á stórum vinnustað en segist telja að flestir starfsmenn Icelandair séu stoltir af þeim mikilvægu störfum sem þeir vinna. Hann fer síðan hörðum orðum um neikvæða umræðu um fyrirtækið:

„Margt af því sem fram hefur komið opinberlega og á samfélagsmiðlum er óviðeigandi, rangt og meiðandi. Sumt af því beinist að okkar frábæra samstarfsfólki og það harma ég mjög. Það er sárt að horfa upp á slíka umræðu sem erfitt er að bregðast við þar sem við ræðum ekki mál einstakra starfsmanna, hvorki fyrrverandi né núverandi, opinberlega.“

Bogi segir að markmiðið sé að fólki líði vel í starfi hjá Icelandair og hvetur fólk til að „hika ekki við að ræða ykkar upplifun, vangaveltur eða hvað annað sem á ykkur hvílir við okkur, mig, Önnu Lilju, Elísabetu eða Jens.“

Segist Bogi vilja með samtali við starfsfólk gera gott fyrirtæki enn betra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Umdeilt einbýlishús fær að rísa á Seltjarnarnesi – Átti upphaflega að vera sambýli – Eitt orð hafði úrslitaáhrif

Umdeilt einbýlishús fær að rísa á Seltjarnarnesi – Átti upphaflega að vera sambýli – Eitt orð hafði úrslitaáhrif
Fréttir
Í gær

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu

Sjálfstætt starfandi heilbrigðisstarfsfólk fjúkandi reitt út í Ölmu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Svarar Elliða og segir að mögulega hafi mógðunargirnin byrjað hjá stjórnmálamönnum

Svarar Elliða og segir að mögulega hafi mógðunargirnin byrjað hjá stjórnmálamönnum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vann 10 milljónir í kvöld – „Er þetta símahrekkur?“

Vann 10 milljónir í kvöld – „Er þetta símahrekkur?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ferðamaður komst að falli Play í morgun og á ekki pening fyrir gistingu – „Ég er að hugsa um að sofa í bílnum“

Ferðamaður komst að falli Play í morgun og á ekki pening fyrir gistingu – „Ég er að hugsa um að sofa í bílnum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ásakanir ganga á víxl meðal fasteignasala og byggingafélagsins – Á milli stendur ekkja sem er búin að selja ofan af sér

Ásakanir ganga á víxl meðal fasteignasala og byggingafélagsins – Á milli stendur ekkja sem er búin að selja ofan af sér