fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
Fréttir

Hluta Kársnesskóla lokað vegna myglu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. október 2022 16:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hluta Kársnesskóla í Kópavogi hefur verið lokað vegna myglu. Um er að ræða efri hæð vesturálmu byggingarinnar og hefur henni verið lokað vegna myglu sem greindist í einni stofu í álmunni.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kópavogsbæ. Svæðið sem hefur verið lokað  hýsir nemendur í 1. bekk og hluta 3. bekkjar. Nemendum hefur verið komið fyrir annars staðar í skólanum og er stefnt að því að lagfæringum verði lokið í lok desember.

Í tilkynningunni frá Kópavogsbæ segir:

„Forsaga málsins er að á haustdögum varð starfsfólk vart við að loftgæði voru ekki góð á efri hæð í vesturálmu aðalbyggingar skólans. Brugðist var við með því að mæla loftgæði og taka sýni úr gluggum og fleiri stöðum til að kanna hvort um myglu gæti verið að ræða.

Niðurstöður gáfu til kynna að grípa þyrfti til aðgerða. Eitt sýni af fjórum sýndi að um myglusvepp var að ræða. Til að gæta varúðar hefur þegar verið brugðist við og vesturgangi lokað sem fyrr segir. Framkvæmdir hefjast eins fljótt auðið er en skipt verður um gluggasyllur, klæðningar og fleira.

Kársnesskóli stendur við Vallargerði. Í honum eru 660 börn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt

Hæstaréttarlögmaður segir mál Karls Inga kalla á tiltekt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“

„Ég held að þetta fyrirkomulag sé einstakt á heimsvísu. Við erum alltaf til staðar fyrir allt fólkið í landinu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nova flytur á Broadway

Nova flytur á Broadway
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova

Nýtt kaupréttakerfi nær til alls starfsfólks Nova
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“

Þingverðir sagðir hafa varnað því að fólk myndi gægjast inn um glugga – „Þetta þótti nokkuð óvenjuleg ráðstöfun“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“

19 ára sjálfboðaliði kom miður sín heim eftir sölu á Neyðarkallinum: „Hver eru skilaboðin frá þessu aumkunarverða fólki til næstu kynslóðar?“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna

Kona úr Vogum sökuð um ofbeldi í garð sjúkraflutningamanns og lögreglumanna