fbpx
Fimmtudagur 16.október 2025
Fréttir

Birgjar lækka ekki verð – Segja verð á innfluttum vörum ekki hafa lækkað en hjá Nettó er sagan önnur

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. október 2022 09:00

Þessi veltir verðlaginu vel fyrir sér. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Heildsalar og smásalar á matvörumarkaði eru ekki á sama máli um hvort verð frá erlendum birgjum sé farið að lækka. Gagnrýnt hefur verið að innlendir birgjar séu tregir til að lækka verð.

Fréttablaðið fjallar um þetta mál í dag og bendir á verðkönnun Veritabus á matvöru, sem blaðið hefur fjallað um í vikunni. Í henni kemur fram að talsverður munur er á verðbreytingum á milli einstakra vöruflokka.

Mjólkurvörur hækkuðu um 2% á milli ágúst og október en brauðmeti lækkaði um 1%. Kjöt og fiskur hækkaði um 5% en dósamatur og þurrmatur, sem eru að mestu innfluttar vörur, lækkuðu um 1%.

Haft er eftir Gunnari E. Sigurðssyni, framkvæmdastjóra Samkaupa, að fyrirtækið hafi rætt við 10 stærstu birgja sína, framleiðendur og heildsala, og óskað eftir 5% verðlækkun til áramóta sem myndi ganga að fullu áfram til neytenda. Enginn þeirra sá sér fært að verða við þessari ósk.

Matarkarfan lækkaði um 3,3% í Nettó og sagði Gunnar það aðallega skýrast af því að þær vörur sem Nettó flytur sjálft inn hafa lækkað í verði og hafi sú lækkun runnið til neytenda.

Magnús Óli Ólafsson, forstjóri Inness, sagði að ekki sé farið að bera á verðlækkunum hjá erlendum birgjum. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri hjá Hagkaupum, tók í sama streng og sagði að dregið hafi úr verðhækkunum og þær hafi í sumum tilfellum stöðvast en ekki sé farið að bera á verðlækkunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Guðni: Framsóknarflokkurinn á heljarþröm – „Aldrei staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn“

Guðni: Framsóknarflokkurinn á heljarþröm – „Aldrei staðið jafn vopnlaus og illa á sig kominn“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“

Dómur fallinn í stóra skiltamáli Ormsson – „Böl verður ekki bætt með því að benda á eitthvað annað“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“

Hildur setur fótinn niður: „Ég fer fram á það að samfélagið hætti að gera lítið úr nemendum mínum“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur

Greindist loks eftir 23 heimsóknir á heilbrigðisstofnanir – Bundinn við hjólastól en fær engar bætur
Fréttir
Í gær

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”

Steinþór vill breytingar á fánalögunum: „Ég mun senda tölvupóst til allra 63 þingmanna Alþingis”
Fréttir
Í gær

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“

Kristján missti föður sinn 15 ára og grét ekki við jarðarför hans – „Það er engin handbók við áföllum“
Fréttir
Í gær

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás

Reynir Trausta dæmdur fyrir meiðyrði – Nafngreindi rangan mann í tengslum við alvarlega stunguárás
Fréttir
Í gær

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi

Fær skilorðsbundinn dóm fyrir stórhættulega hnífstunguárás á Seltjarnarnesi – Hefur bætt ráð sitt og lokið námi