Myndefni frá sprengingunni sem eyðilagði einu brúnna milli Rússlands og Krímskagans sýnir dularfulla öldu eða bylgju sem sjá má rétt fyrir sprenginguna – þetta hefur komið af stað fjölda kenninga um hvernig brúin var sprengd upp svo sem að drónar með sprengiefni eða bátur hafi verið þar að verkum.
Good morning from Crimea! 😎#WithoutBridge #Crimea pic.twitter.com/s2yjWpU6HR
— Crimea / Крим (@Crimea) October 8, 2022
Rússland hefur gefið út að það hafi verið bílsprengja sem var sökudólgurinn, en minnst þrír létu lífið. Rússland telja að Úkraína hafi staðið að baki sprengingunni en stjórnvöld þar hafa hvorki staðfest né neitað ábyrgð.
Þrátt fyrir yfirlýsingar Rússlands eru netverjar ekki sannfærðir og hafa tekið þessa bylgju til sérstakrar skoðunar.
Kerch Bridge. In frame 2, the top in the circle is a boat's bow, the bottom likely reflection. The boat stops on dime right there Frame 3: latent wave from boat now in view. Explosion. Truck less likely culprit.#CrimeanBridge #Crimea #KerchBridge #Kerch pic.twitter.com/qoF7vKSOv4
— Flippin Coin (@FlippinCoin) October 8, 2022
A strange wave appeared a few seconds before the explosion under the Kerch bridge in #Crimea, so the question is what is this thing? a small boat full of the explosives charge or submarine drone?
Is it an operation of the Ukrainian special forces? This will become clear later 🤔. pic.twitter.com/iZIhLxXwig— Salouh Man (@ManSalouh) October 8, 2022
Kerch Bridge was NOT blown up by Truck..repeat NOT…look at pic…wave under bridge just before it explodes!!! pic.twitter.com/kEpzhj0CWF
— zipper (@zee_zipper) October 8, 2022
A lot of questions about the explosion regarding the bridge in Crimea, Ukraine. (Kerch strait). We are looking into it.
Based on the current footage that is released.
We can already state that it was definitely NOT a boat.
(These claims are based on a wave)More info soon. pic.twitter.com/wEchTz6SoO
— GeoConfirmed (@GeoConfirmed) October 8, 2022
Rússnesk löggæsluyfirvöld hafa borið kennsl á eiganda bílsins sem á að hafa sprungið á brúnni. Hann heitir Samir Ysupov og kemur frá Krasnidar héraðinu í Rússlandi. Enn er unnið að því að finna út hver ók bílnum.
Brúin var tekin í gagnið árið 2018 og átti að vera varin frá landi, sjó og lofti og meðal annars átti að vera þar hátækniskanni til að finna sprengiefni og sérþjálfaðir höfrungar gættu þess að engir kafarar kæmust þar nærri.
“The waves beneath [the Kerch Bridge] are patrolled by killer-dolphins specially trained to hunt down enemy frogmen.” – Telegraph.
I must say this held me fascinated for a moment …— Don MacRaild (@cliosceptic) October 8, 2022
Myndir frá vettvangi sýna starfsmenn við brúnna stuttlega leita í trukknum sem er sagður hafa valdið sprengingunni. Engar athugasemdir voru gerðar og var honum hleypt aftur af stað.
policeman looked from door and did not enter truck. There could have been a ton of explosives on other side of truck. It all depends on whether truck had load or was empty https://t.co/HIyPYv6StQ
— ZOKA (@200_zoka) October 8, 2022
Þessi árás gæti klippt á hergagnaflutninga Rússlands til hersveita í Úkraínu og gefið Úkraínumönnum kærkomið færi að sækja fastar að hernumdum svæðum sem Rússar segjast nú hafa innlimað eftir fremur vafasama kosningu á innlimuðu svæðunum.
Mikhailo Podolyak, ráðunautur forseta Úkraínu, sagði á Twitter að brúin væri upphafið. „Krímskaginn, brúin, upphafið. Öllu ólöglegu verður að eyða, öllu því sem hefur verið stolið þarf að skila til Úkraínu, allt sem Rússland hefur hernumið þarf að reka burt.“
Varnarmálaráðuneyti Úkraínu sagði á Twitter að nú væri búið að sökkva flaggskipi Rússlands, Moskvu sem og eyðileggja Kerch brúnna. Hvað gæti komið næst.
The guided missile cruiser Moskva and the Kerch Bridge – two notorious symbols of russian power in Ukrainian Crimea – have gone down.
What’s next in line, russkies?— Defense of Ukraine (@DefenceU) October 8, 2022
Engu að síður hafa yfirvöld í Úkraínu ekki gengist við að bera ábyrgð á brúnni. Opinber síða Úkraínu á Twitter spyr samt hvað sé títt á Krímskaganum. Og Krímskaginn virðist svara – Á leiðinni heim.
@Ukraine getting unchained, on my way home 💙💛
— Crimea / Крим (@Crimea) October 8, 2022