fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Krafðist bóta vegna slyss í strætó – Kastaðist úr sætinu þegar vaginn fór harkalega yfir hraðahindrun

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 8. október 2022 11:00

Mynd úr safni

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rétt fyrir síðustu mánaðamót kvað Héraðsdómur Reykjavíkur upp dóm í máli manns gegn Vátryggingafélagi Íslands. Maðurinn krafðist bóta vegna slyss sem hann varð fyrir í strætisvagni árið 2016 og gerði hann að hans sögn óvinnufæran.

Tryggingafélagið hafnaði bótakröfunni árið 2019 og hafði efasemdir um að atvikið hefði orðið með þeim hætti sem maðurinn lýsti. Sagðist hann hafa kastast úr sæti sínu er strætó fór harkalega yfir hraðahindrun. Tilkynnti hann slysið bæði til heilsugæslu og lögreglu.

Maðurinn krafðist tæplega þriggja milljóna króna í bætur.

Fámennt var í vagninum og ekki tókst að leiða fram vitnisburð sem studdi nægilega vel við frásögn mannsins. Það var ennfremur álit dómara að maðurinn hefði leitt fram fátækleg gögn með kröfu sinni sem þar að auki væru í einhverjum grundvallaratriðum röng.

Var það því niðurstaðan að sýkna tryggingafélagið af kröfu mannsins en málskostnaður greiðist úr ríkissjóði þar sem maðurinn naut gjafsóknar.

Dóminn má lesa hér

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt