fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Fréttir

Everton aðdáendur áberandi í fyrsta flugi Play til Liverpool í morgun

Ritstjórn DV
Föstudaginn 7. október 2022 11:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vél frá flugfélaginu Play flaug í morgun í fyrsta sinn til Liverpool frá Keflavíkurflugvelli. Félagið hyggst halda úti tveim flugum til Bítlaborgarinnar á viku í vetur og fram á vor. Farþegar á leið til Liverpool í morgun nutu léttra veitinga við hliðið og ljúfra tóna Bítlanna.

Í vélinni tóku þá á móti farþegunum flugliðar íklæddir Liverpool treyjum. Strax í upphafi flugs var þó ljóst að meira fór fyrir Everton áhugamönnum um borð en „púlurum.“ Everton menn virtust þó, að sögn viðstaddra, ekki taka klæðaburði flugliðanna nærri sér.

Frá miðborg Liverpool er um klukkustundarakstur að Old Trafford, heimavelli Manchester United og annað eins að Etihad leikvelli Manchester City. Um tíu mínútur tekur að aka frá miðborginni að völlum heimamannanna í Everton og Liverpool. Loks ættu Leedsmenn á Íslandi að fagna auknu framboði á flugum til Liverpool/Manchester svæðisins, því aðeins tekur um eina og hálfa klukkustund að aka frá Liverpool til Leeds.

Að vanda tóku dælubílar slökkviliðs John Lennon flugvallar á móti þessu jómfrúarflugi Play með hátíðarbrag, líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum. Þá mátti sjá þó nokkurn fjölda erlendra blaðamanna við hlið Play á Lennon flugvelli og ljóst að áhugi á þessari nýju tengingu til Íslands er mikill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Lést í Bláa lóninu
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Hjálmar sakfelldur í þriðja sinn fyrir skattsvik en dómari hafnaði kröfu um atvinnurekstrarbann

Hjálmar sakfelldur í þriðja sinn fyrir skattsvik en dómari hafnaði kröfu um atvinnurekstrarbann
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut

Einar segir stöðuna að teiknast upp á verri veg – Lítið skyggni á Reykjanesbraut
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Miklar tafir á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins

Miklar tafir á stofnbrautum höfuðborgarsvæðisins
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu

Lögregla með áríðandi tilkynningu – Mjög slæm færð á höfuðborgarsvæðinu
Fréttir
Í gær

Foreldrar varaðir við – Reynt að lokka börn upp í bíl á Völlunum

Foreldrar varaðir við – Reynt að lokka börn upp í bíl á Völlunum
Fréttir
Í gær

„Virðist það vera samþykkt að hinu opinbera heilbrigðiskerfi megi einfaldlega blæða út“

„Virðist það vera samþykkt að hinu opinbera heilbrigðiskerfi megi einfaldlega blæða út“