Annar ökumaður var handtekin í nótt, grunaður um að vera undir áhrifum fíkniefna.
Einn var handtekinn í Miðborginni og vistaður í fangageymslu en hann hafði verið að sparka í rúður og fleira.
Í austurborginni var einn handtekinn eftir að hann hafði ónáðað íbúa í íbúðarhúsi. Hann hafði krafið íbúa um greiðslu fyrir að fá að fara inn í húsið. Sá óvelkomni var vistaður í fangageymslu.