fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fréttir

Kvikmyndaleikstjórinn Anton ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti

Ágúst Borgþór Sverrisson
Sunnudaginn 2. október 2022 09:00

Anton Ingi Sigurðsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kvikmyndaleikstjórinn Anton Ingi Sigurðsson hefur verið ákærður fyrir fjárdrátt og peningaþvætti. Meint brot varða ólögmæta ráðstöfun á tekjum fyrir kvikmyndina Grimmd sem Anton leikstýrði og sýnd var árið 2016.

Árið 2018 tapaði Sena máli gegn framleiðslufyrirtæki myndarinnar varðandi vanefndir á dreifingarsamningi vegna kvikmyndarinnar. Í þeim réttarhöldum var upplýst að fyrirtæki í eigu föður leikstjórans hafði keypt 20 þúsund aðgöngumiða á myndina. Vísir greindi frá.

DV hefur ákæru héraðssaksóknara í málinu gegn Antoni undir höndum. Er Anton þar í fyrsta lagi sakaður um að hafa dregið félagi í sinni eigu, Virgo Films ehf., samtals rúmlega 3,2 milljónir króna af fjármunum sem áttu að renna til framleiðslufyrirtækis myndarinnar, Virgo 2. Um var að ræða greiðslur frá 365 miðlum hf. fyrir sýningarrétt á myndinni.

Í annan stað er Anton sakaður um að hafa með samningi við Sagafilm, í nafni Virgo Films, ráðstafað sýningarrétti á kvikmyndinni Grimmd í „In-flight“ kerfi Icelandair og dregið Virgo Films það endurgjald sem greitt var fyrir sýningarréttinn, sem var ein milljón króna, þó að honum mætti vera ljóst að peningarnir tilheyrðu fyrirtækinu Virgo 2.

Ennfremur er Anton sakaður um að hafa dregið sér fé frá Virgo 2 með því að millifæra peninga af bankareikningi félagsins inn á sinn persónulega bankareikning. Sá fjárdráttur nemur rúmlega 4,3 milljónum króna.

Einnig er Anton sakaður um að hafa dregið Virgo Films 18,5 milljónir króna af reikningi Virgo 2. Hann er auk þess sakaður um peningaþvætti með því að hafa aflað Virgo Films ávinnings af brotinu fyrir 18,5 milljónir króna. Um var að ræða fjármuni frá Senu fyrir sýningarrétt á myndinni.

Þess er krafist að Anton verði dæmdur til refsingar og greiðslu alls sakarkostnaðar.

Málið verður þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness þann 7. október næstkomandi.

 

 

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“

„Hvað ert þú að bralla núna, Elísabet?“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri

Rangur maður handtekinn í Hafnarfirði – Dómsúrskurður beindist að röngu húsnúmeri
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið

Hneyksli hjá BBC: Stofnunin sögð hafa afbakað orð úr ræðu Trumps – Sjáðu myndbandið
Fréttir
Í gær

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi

Guðni ómyrkur í máli – Þetta sér hann hvergi annars staðar en á Íslandi
Fréttir
Í gær

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar

Var sá eini sem komst lífs af úr flugslysinu – Svona er staðan fimm mánuðum síðar
Fréttir
Í gær

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“

Varpa ljósi á hnífamanninn: „Djöfullinn mun ekki sigra“