fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Sjáðu niðurstöðurnar: Helmingur ferðaglöðustu þjóðar heims ekkert ferðast í Covid – Fimmtungur farið þrisvar eða oftar

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 9. janúar 2022 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líkt og dyggir lesendur DV vita spurðum við í gær hvort lesendur DV hefðu farið utan á Covid tímum. Spurningin var einföld og valmöguleikarnir sömuleiðis: Hefur þú ferðast til útlanda á Covid tímum. Covid tímar í þessu samhengi auðvitað tímabilið frá því að Covid faraldurinn brast á í byrjun árs 2020, og þangað til í dag. DV rifjaði það jafnframt upp að ferðaviðvaranir hafa verið í gildi fyrir öll lönd heims, nema Grænland sem þar til seint síðasta haust var talið öruggt.

Valmöguleikarnir voru einfaldir:

Aldrei, einu sinni, tvisvar sinnum, þrisvar sinnum, fjórum sinnum eða oftar, og loks: Ég fylgi Þórólfi og hef ferðast oft og mikið, en bara til Grænlands.

Um fimm þúsund atkvæði voru greidd, en aðeins er hægt að greiða atkvæði einu sinni úr hverri IP tölu. Sjálfsagt er það svo að sumir eiga nokkur tæki sem komast á netið og vafalaust vísindamaður eða tveir sem gætu fundið eitthvað við aðferðafræðina til að setja út á. En höfundur spyr þá á móti: Erum við ekki öll vísindamenn nú til dags?

Niðurstöðurnar, má sjá hér að neðan. Stærsta fréttin úr þeim auðvitað að helmingur landsmanna, eða rétt tæpur reyndar, um 46%, hefur ekki farið erlendis á meðan á Covid faraldrinum hefur staðið. Það hlýtur að telja nokkuð merkilegt í ljósi þess að árið 2019 fóru Íslendingar að meðaltali um þrisvar á ári utan. Það er af sem áður var. 22% segjast hafa farið einu sinni og 12% tvisvar.

Aðeins um 19% segjast hafa farið þrisvar eða oftar utan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum