fbpx
Fimmtudagur 01.janúar 2026
Fréttir

Íslendingar iðnir við kynlífið síðustu misseri – Ekki fleiri börn fæðst síðan 2009

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 07:05

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo virðist sem landsmenn séu duglegir við kynlífsiðkun þessi misserin, enda stundum ekki margt annað að gera í heimsfaraldrinum, ef miðað má við fjölda fæddra barna á síðasta ári. Þá fæddust um 5.000 börn og þarf að fara allt aftur til 2009 til að finna svipaðan fjölda.

Morgunblaðið skýrir frá þessu. Fram kemur að þetta skili sér að vonum í auknum útgjöldum hjá Fæðingarorlofssjóði en áætluð aukning þeirra á milli síðasta árs og ársins í ár er allt að tveir milljarðar. Þarna kemur fjöldi fæðinga við sögu en einnig það að nýbakaðir foreldrar, sérstaklega feður, nýta réttindi sín betur en áður. Auk þess hafa greiðslur úr sjóðnum verið hækkaðar.

Morgunblaðið segir að útlit sé fyrir að þjóðin haldi áfram að fjölga sér ágætlega á þessu ári ef miðað er við upplýsingar frá Landspítala og Vinnumálastofnun sem hefur umsjón með Fæðingarorlofssjóði.

Í lok september á síðasta ári höfðu 3.720 börn fæðst á landinu og á tímabilinu júlí til og með september voru þær 1.310 og hafa ekki verið jafnmargar frá því byrjað var að skrá ársfjórðungstölur fyrir um áratug.

Endanlegar tölur um fjölda fæddra barna á síðustu þremur mánuðum ársins liggja ekki fyrir en ef miðað er við svipaða tíðni og fyrstu níu mánuðina þá er heildarfjöldinn yfir árið um 5.000.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum

70% hlynnt því að samfélagsmiðlar verði bannaðir börnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“

Var rukkaður um gjald fyrir að skipta jólagjöf í minni stærð – „Stefna fyrirtækisins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla

Hagar veita 20 milljóna styrki til matarfrumkvöðla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maður fannst látinn í Borgarnesi

Maður fannst látinn í Borgarnesi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mugison ósáttur með myndband Miðflokksmanns – „Er þetta ekki ólöglegt?“

Mugison ósáttur með myndband Miðflokksmanns – „Er þetta ekki ólöglegt?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Myndband: Uppnám á Edition-hótelinu er brunavarnakerfi fór í gang

Myndband: Uppnám á Edition-hótelinu er brunavarnakerfi fór í gang
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins III: Mannslát á Kársnesi, lögmaður í einangrun, kynferðisbrot gegn börnum, nauðgari handtekinn á Heimildinni

Sakamál ársins III: Mannslát á Kársnesi, lögmaður í einangrun, kynferðisbrot gegn börnum, nauðgari handtekinn á Heimildinni
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“

Varð fyrir alvarlegri árás á Kirkjusandi – „Grátandi, alein, blæðandi kona, en enginn stoppaði“