fbpx
Föstudagur 26.september 2025
Fréttir

Fordæma Áslaugu Örnu fyrir stuðning við Loga – „Gaman að sjá fyrrverandi dómsmálaráðherra taka skýra afstöðu“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 6. janúar 2022 23:24

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, vísinda-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur valdið ólgu á samfélagsmiðlum í kvöld með stuðningi sínum við fjölmiðlamanninn Loga Bergmann Eiðsson. Eins og DV greindi frá fyrr í kvöld birti Logi Bergmann færslu á Facebook þar sem hann lýsti yfir sakleysi sínu varðandi ásakanir um meint kynferðisofbeldi sem hann á að hafa beitt Vítalíu Lazarevu í félagi við einkaþjálfarann Arnar Grant.

Áslaug Arna var fljót til að setja hjarta við færslu Loga Bergmanns en hún hefur unnið náið með eiginkonu fjölmiðlamannsins, Svanhildi Hólm Valsdóttur, innan Sjálfstæðisflokksins og er góð vinkona þeirra hjóna. Þessi viðbrögð ráðherrans féllu vægast sagt í grýttan jarðveg hjá netverjum.

Meðal þeirra sem að var snöggur til að gagnrýna ráðherrann var Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Pírata, sem að hjólaði einnig í fjölmiðlamanninn fyrir að læsa færslunni í kjölfar þess að allt virtist ætla að sjóða upp úr.

Áslaug Arna uppskar ekki síst reiði þeirra sem berjast gegn kynferðisofbeldi því að í aðdraganda síðustu kosninga birtist hún, þá sem dómsmálaráðherra, í myndbandi sem gert var til þess að styðja fórnarlömb kynferðisofbeldis. Myndbandið bar yfirskriftina „Ég trúi“ en í því sagðist ráðherrann, sem og aðrir þjóðþekktir þátttakendur, einfaldlega trúa sögum þolenda. Telja gagnrýnendur hennar að sú yfirlýsing rími illa við viðbrögð hennar við máli Loga Bergmanns.

Myndbandið var framleitt af Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur, sem þá stóðu saman að hlaðvarpsþættinum Eigin konur, þeim hinum sama og Vítalía Lazareva steig fram í og lýsti hinum meintu kynferðisbrotum.

Edda brást við gjörðum Áslaugar Örnu með því að birta myndband á Twitter þar sem hún sést eyða „Ég trúi“-myndbandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Sema blandar sér inn í mál Snorra og Þorsteins – Birtir gamalt skjáskot af þingmanninum

Sema blandar sér inn í mál Snorra og Þorsteins – Birtir gamalt skjáskot af þingmanninum
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Guðrún hjólar í meirihlutann í borginni og segir að Áslaug Arna yrði frábær borgarstjóri

Guðrún hjólar í meirihlutann í borginni og segir að Áslaug Arna yrði frábær borgarstjóri
Fréttir
Í gær

Sýkingin var í rófustöppunni – Vont bragð af henni og vond lykt

Sýkingin var í rófustöppunni – Vont bragð af henni og vond lykt
Fréttir
Í gær

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“

Hildur um Charlie Kirk og tjáningarfrelsið: „Hélt á lofti skoðunum sem ganga gegn gildum fjölda fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sláandi afhjúpun Kveiks á starfsemi snyrtistofa – Skortur á starfsleyfum og þrifnaði og grunur um vinnumansal og vændi

Sláandi afhjúpun Kveiks á starfsemi snyrtistofa – Skortur á starfsleyfum og þrifnaði og grunur um vinnumansal og vændi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðir með kaupfíkn myrti fjölskyldu sína – Sagði það „glæp gegn mannkyni“ að fá ekki að eyða peningum

Móðir með kaupfíkn myrti fjölskyldu sína – Sagði það „glæp gegn mannkyni“ að fá ekki að eyða peningum