fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Fjörutíu stjórnarmeðlimir hvetja Þóru til að gefa kost á sér sem formaður SÁÁ

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 31. janúar 2022 09:24

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjörutíu félagar í aðalstjórn SÁÁ hvetja Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur til að gefa kost á sér í embætti formanns SÁÁ. Aðalfundur verður boðaður fljótlega vegna afsagnar Einars Hermannssonar úr embættinu og þar verður nýr formaður kjörinn.

DV hafa borist tvær stuðningsyfirlýsingar við Þóru frá stjórnarmeðlimum, annars vegar lýsa 20 karlar yfir hvatningu til hennar um að bjóða sig fram í embættið og hins vegar 20 konur. Yfirlýsingin frá körlunum er eftirfarandi:

„Við undirritaðir, félagar í aðalstjórn SÁÁ, tökum heilshugar undir þá hvatningu sem konur í samtökunum hafa sent frá sér, til Þóru Kristínar Ásgeirsdóttur, að gefa kost á sér sem næsti formaður SÁÁ. Við erum á því að Þóra Kristín sé einmitt sá leiðtogi sem samtökin þurfa á að halda á þessum tímapunkti og nýtur hún okkar fyllsta trausts til þess að leiða samtökin með farsælum hætti inn í nýja og breytta tíma.

 

  1. Ásmundur Friðriksson
  2. Einar Axelsson
  3. Frosti Logason
  4. Gísli Stefánsson
  5. Grétar Örvarsson
  6. Guðmundur Örn Jóhannsson
  7. Gunnar Alexander Ólafsson
  8. Haukur Einarsson
  9. Héðinn Eyjólfsson
  10. Heimir Bergmann Hauksson
  11. Hilmar Kristensen
  12. Ingibergur Ragnarsson
  13. Jón H.B. Snorrason
  14. Kristmundur Carter
  15. Óskar Torfi Viggósson
  16. Pétur Einarsson
  17. Rúnar Freyr Gíslason
  18. Sigurður Ragnar Guðmundsson
  19. Þórarinn Ingi Ingason
  20. Þráinn Farestveit“

Yfirlýsingin frá konunum er eftirfarandi:

„Eftirtaldar konur í aðalstjórn SÁÁ skora á Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur, fjölmiðlakonu og upplýsingafulltrúa, að gefa kost á sér sem næsti formaður SÁÁ. Við teljum hana vera þann leiðtoga sem samtökin þarfnast í ljósi þeirra atburða sem gerst hafa og þeirra breytinga sem þurfa að verða í kjölfar þeirra. Þóra Kristín nýtur fulls trausts okkar og við teljum að hún geti leitt samtökin á farsælan hátt til móts við nýja tíma.

  1. Anna Hildur Guðmundsdóttir
  2. Ásdís Olsen
  3. Berglind Þöll Heimisdóttir
  4. Bryndís Morrison
  5. Ellen Guðmundsdóttir
  6. Gróa Ásgeirsdóttir
  7. Halldóra Jónasdóttir
  8. Helga Haraldsdóttir
  1. Helga Óskarsdóttir
  2. Hjördís Reykdal
  3. Ingunn Hansdóttir
  4. Íris Kristjánsdóttir
  5. K. Halla Magnúsdóttir
  6. Kristjana Jónsdóttir
  7. Ragnheiður Dagsdóttir
  8. Sigurbjörg Anna Þór Björnsdóttir
  9. Steinunn Valdís Óskarsdóttir
  10. Svala Ísfeld Ólafsdóttir
  11. Valgerður Jóhannsdóttir
  12. Valgerður Rúnarsdóttir“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa

Yfirmaður úkraínsku leyniþjónustunnar er með áætlun tilbúna til að mæta yfirvofandi stórsókn Rússa
Fréttir
Í gær

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Í gær

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“

Sendiherra Trump á Íslandi þykist vera kúreki í kosningabaráttu sinni – „Það er ekki hægt að skálda þetta“
Fréttir
Í gær

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur

Svívirðileg brot gegn sjö ára stjúpdóttur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum