fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
Fréttir

Þakklátur Vesturbæingur vill koma hrósi á framfæri – „Í gær fékk ég símtal frá lögreglunni“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 24. janúar 2022 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Mig langar til að koma hrósi til lögreglunnar á framfæri. Ég fékk símtal í gær kl. 14 frá lögreglumanni og þetta er stofnun sem oft er talað illa um en ég er mjög þakklátur lögreglunni núna. Ég veit að lögreglan er undir miklu vinnuálagi og þess vegna er ég mjög þakklátur þeim fyrir það sem þeir gerðu fyrir mig í gær,“ segir Vesturbæingur sem hafði samband við ritstjórn DV í morgun.

Viðkomandi maður, sem ekki vill láta nafn síns getið, á jeppa af gerðinni Ford Explorer. Það snjóaði í eftirmiðdaginn í gær og svo illa vildi til að þessum manni hafði láðst að skrúfa aðra afturrúðuna upp að fullu. Þess vegna snjóaði inn í bílinn. Nágranni gerði lögreglu viðvart sem lagði á sig að grafa upp hver ætti viðkomandi bíl og hringja í hann.

„Ég er líka þakklátur nágranna mínum og vil koma hrósi til hans og lögreglunnar á framfæri,“ segir maðurinn.

„Áttu Ford Explorer?“ spurði lögreglumaðurinn manninn og þegar hann játti því sagði lögreglumaðurinn: „Það er að snjóa inn í bílinn þinn.“

Vestubæingurinn segir að símtalið hafi borist svo snemma að bíllinn hafi ekki orðið fyrir tjóni. „Það var dálítil bleyta, það var allt og sumt.“

„Ég þakkaði lögreglumanninum hjartanlega en hann sagði að ég ætti líka að þakka mínum góða nágranna,“ segir maðurinn sem vill koma þakklæti á framfæri bæði til lögreglunnar og nágranna síns.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Freyr stjórnarformaður og Ólafur Karl forstjóri KAPP

Freyr stjórnarformaður og Ólafur Karl forstjóri KAPP
Fréttir
Í gær

Söfnunarsíða fyrir Kjartan opnuð – „Góðu fréttirnar eru að hann er á lífi“

Söfnunarsíða fyrir Kjartan opnuð – „Góðu fréttirnar eru að hann er á lífi“
Fréttir
Í gær

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma

Heiðursmorð í Hollandi: Faðir og synir hans fengu þunga fangelsisdóma
Fréttir
Í gær

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara

Innrás á heimili á Norðurlandi vestra – Bað manninn ítrekað um að fara
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steindór lokaði á besta vin sinn sem var að eignast barn – „Hann er núna sár og ég skil það“

Steindór lokaði á besta vin sinn sem var að eignast barn – „Hann er núna sár og ég skil það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Hrafn orðlaus yfir grein lögmannsins um Ísland og Trump – „Bara hingað og ekki lengra. Þetta er galið“

Helgi Hrafn orðlaus yfir grein lögmannsins um Ísland og Trump – „Bara hingað og ekki lengra. Þetta er galið“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“

Guðrún segir Guðmund hafa rangt fyrir sér: „Mótefni veldur ekki inflúensu eða öðrum sýkingum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum

Lögregla skoðar hvort piltarnir hafi ætlað að ógna öðrum með skotvopnunum