fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

70.000 króna aukakostnaður á hvern Vestfirðing vegna raforkuskorts – Brenna milljónum lítra af olíu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. janúar 2022 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á næstu mánuðum þarf væntanlega að brenna milljónum lítra af olíu til að tryggja húshitun á Vestfjörðum og á Seyðisfirði. Orkubú Vestfjarða og RARIK búa sig nú undir þetta.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Hefur blaðið eftir Elíasi Jónatanssyni, forstjóra Orkubús Vestfjarða, að raforkuskortur muni kosta Orkubúið tæplega 500 milljónir á næstu þremur mánuðum og ekki verði hjá því komist að velta þessum kostnaði yfir á neytendur. Þetta svarar til um 70 þúsund króna á hvern íbúa á Vestfjörðum.

Landsvirkjun hafði áður tilkynnt fiskimjölsverksmiðjum að þær myndu ekki fá að kaupa skerðanlega orku úr kerfum fyrirtækisins. Þurfa bræðslurnar því að brenna allt að 20 milljónum lítra af olíu á loðnuvertíðinni.

RARIK metur tjón sitt á um 300 milljónir en fyrirtækið verður af tekjum við flutning á raforku til bræðslnanna á Austurlandi og þarf að brenna olíu til kyndingar á Seyðisfirði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 3 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur

Hin íslenska Katina er dáin 50 ára að aldri – Þekkt fyrir að ulla á áhorfendur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova

Guðný Halla ný í framkvæmdastjórn Nova
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna

Stálu næstum öllu efninu af Spotify og ætla að gefa það frítt – Gervigreindin mun fitna
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“

Guðrúnu líst ekki á blikuna: „Íslensk mannanafnahefð hefur látið mikið á sjá“