fbpx
Föstudagur 26.apríl 2024
Fréttir

Þórólfur kveður föður sinn í skugga heimsfaraldursins

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. janúar 2022 13:46

Þórólfur Guðnason og faðir hans Guðni B. Guðnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni B. Guðnason, fyrrverandi kaupfélagsstjóri, lést á Landspítalnum í Fossi þann 15. janúar á 96. aldursári. Greint er frá andlátinu á vef Morgunblaðsins. Eiginkona Guðna, Valgerður Þórðardóttir, lést árið 2005 en þau eignuðust þrjá syni.

Einn þeirra er Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir, sem hefur staðið í ströngu fyrir land og þjóð undanfarin tvö ár og þarf nú að kveðja föður sinn. Þórólfur er næstelstur þriggja sona Guðna og Valgerðar en bræður hans eru Gunnar, sem er menntaður arkitekt, og Guðni, sem er tölvunarfræðingur og starfar sem ráðgjafi.

Guðni B. var fæddur þann 1.apríl árið 1926 í Austur- Landeyjum í Rangárvallasýslu en for­eldr­ar hans voru Jón­ína Guðmunda Jóns­dótt­ir frá Aust­ur-Búðar­hóls­hjá­leigu í Aust­ur-Land­eyj­um og Guðni Guðjóns­son frá Brekk­um í Hvolhreppi í Rangár­valla­sýslu. Guðni var þriðji í röð 11 systkina.

Hann giftist eins og áður segir Valgerði sem var frá Sléttubóli í Austur-Landeyjum. Í æviágripinu á vef Morgunblaðsins kemur fram að Guðni hafi fengist við ýmis störf frá unga aldrei en starfsferillinn hafi síðan snúist um rekstur kaupfélaga.  Í árs­byrj­un 1956 varð hann kaup­fé­lags­stjóri kaup­fé­lags­ins Bjark­ar á Eskif­irði og þangað fluttist fjölskyldan en þá var Þórólfur, sem er fæddur árið 1953, tveggja ára gamall. Fjölskyldan bjó á Eskifirði  allt til árs­ins 1962 en þá var flutt búferlum til Vest­manna­eyja og var Guðni kaup­fé­lags­stjóri þar til loka árs 1972 þegar hann varð aðstoðar­kaup­fé­lags­stjóri Kaup­fé­lags Árnes­inga og gegndi því starfi til aprílloka árið 1992.

Nánar er fjallað um ævi Guðna B. Guðnasonar á vef Morgunblaðsins.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans

Dómur kveðinn upp yfir manni sem réðst á starfsmann Landspítalans
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla