fbpx
Fimmtudagur 27.nóvember 2025
Fréttir

Fyrirtæki í miklum vandræðum vegna COVID-19

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 09:00

Byggingaiðnðurinn glímir við skort á starfsfólki. mynd/Arnþór

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna fjarveru starfsfólks, sem hefur þurft að vera í sóttkví og einangrun vegna COVID-19, hafa fyrirtæki í byggingariðnaði og matvælaframleiðslu þurft að glíma við mikla fjarveru starfsfólks, sérstaklega síðustu vikur.

Morgunblaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir stjórnendum að þetta hafi þó sloppið til í flestum tilvikum og ekki hafi þurft að stöðva vinnu við byggingar eða framleiðslu í fyrirtækjum en stundum hafi þetta staðið mjög tæpt.

Vegna hraðrar útbreiðslu Ómíkronafbrigðisins hefur þeim fjölgað mjög að undanförnu sem þurfa að vera í einangrun og sóttkví. Nú eru rúmlega 20.000 manns í þeirri stöðu. „Við höfum satt best að segja verið mjög heppin fram til þessa en nú kvarnast úr hópnum dag frá degi. Staðan er afleit og þetta er farið að hafa töluverð áhrif á okkar starfsemi,“ er haft eftir Þorvaldi Gissurarsyni, forstjóra ÞG verks. Hann sagði að finna verði viðunandi lausn því það hafi mikil áhrif á samfélagið að svo margir séu í sóttkví og einangrun.

Gunnar Sigurðsson, viðskiptastjóri á viðskipta- og hugbúnaðarsviði Samtaka iðnaðarins, sagði mörg fyrirtæki hafi verið í miklum vandræðum en hafi náð að bjarga sér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu

Allt fór í háa loft milli leigjanda og leigusala – Ásakanir um hótanir, reykingar og rauða málningu
Fréttir
Í gær

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir

Neysluvatnið rennur í gegnum gamlar asbestlagnir
Fréttir
Í gær

Rúnar fagnar tímamótum í janúar

Rúnar fagnar tímamótum í janúar
Fréttir
Í gær

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“

Ungir Miðflokksmenn hæðast að SUS fyrir að saga bíl í sundur – „Flott myndband, það er bara eitt vandamál“
Fréttir
Í gær

Gabríel Douane ákærður ásamt hópi manna – Ruddust inn á heimili vopnaðir hnífum og hömrum

Gabríel Douane ákærður ásamt hópi manna – Ruddust inn á heimili vopnaðir hnífum og hömrum
Fréttir
Í gær

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“

Sonur Hildar verður fyrir einelti og útskúfun – „Að finna neistann slokkna í barninu mínu er það hræðilegasta sem ég hef upplifað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi

Bóndi fékk háa sekt – Vildi ekki segja hvenær hann aflífaði kind sem enn er skráð lifandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó

Ekki gerð refsing fyrir að klæmast við unga stúlku í Strætó