fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Atli Þór Fanndal í The Namibian: „Við skulum ekki gleyma því að þetta mál snýst um spillingu sem íslenska útflutningsvöru“

Erla Hlynsdóttir
Þriðjudaginn 11. janúar 2022 13:01

Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Namibíu hafa enn ekki undirritað formlega framsalsbeiðni þriggja íslenskra ríkisborgara í Samherjamálinu.

Þeir sem um ræðir eru þeir Ingvar Júlíusson fyrrverandi fjármálastjóri Samherja í Kýpur, Egill Helgi Árnason fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu og Aðalsteinn Helgason sem var framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu á undan Agli. Þeim er gefið að sök að hafa tekið þátt í ætluðum mútum, peningaþvætti og fleiri brotum félagsins sem tengjast starfsemi þess í Namibíu.

Fréttamiðillinn The Namibian fjallar um þetta á vef sínum í dag.

Þar er dómsmálaráðuneyti Namibíu sakað um að draga lappirnar í málinu. Í síðasta mánuði sagði Simataa Limbo, fulltrúi ráðuneytisins, að þetta væri afar viðkvæmt mál. „Þetta eru trúnaðarupplýsingar. Þetta mál er viðkvæmara en þú áttar þig á. Samkvæmt lögum þurfum við að halda trúnað,“ sagði hann í samtali við The Namibian.

Lítið sem ekkert virðist hafa verið gert í Namibíu síðasta árið til að auka líkur á að fulltrúar Samherja þurfi að fara fyrir dóm vegna málsins. Þá segir að fyrirspurnum The Namibian til starfandi dómsmálaráðherra hafi ekki verið svarað.

Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, sagði í samtali við The Namibian í síðasta mánuði að hann hafi áhyggjur af því hvernig yfirvöld í Namibíu virðst ætla að nálgast málið. Hann velti upp af hverju yfirvöld í Namibíu hefðu áhyggjur af því að Ísland myndi hafna framsalsbeiðninni þegar bæði ríki eru aðilar að alþjóðlegum samningi Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu.

„Mikilvægt er að allir átti sig á því að Fishrot málið er ekki einhvert smáhneyksli. Þetta er stórkostleg spilling – samsæri þar sem þeir sem voru við völd ákváðu að svindla á kerfinu, stela, múta og moka undir sig sjálfa,“ segir Atli.

Hann benti á að ef íslensk yfirvöld neita framsalsbeiðninni gætu þessir Íslendingar farið fyrir dóm í heimalandinu. „Með því að neita að skrifa undir formlega beiðni hafa yfirvöld í Namibíu orðið til þess að saksókn hefur dregist á langinn,“ segir Atli.

„Við skulum ekki gleyma því að þetta mál snýst um spillingu sem íslenska útflutningsvöru þannig að yfirvöld í Namibíu hafa enga ástæðu til að sleppa því að skrifa undir og neyða Ísland til að taka smá ábyrgð á því að réttlætið nái fram að ganga,“ segir hann.

Frétt The Namibian í heild sinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“

Segir kynjajafnrétti og aukna þátttöku karla í umönnun barna hafa breytt orðasambandinu „eiga von á barni“
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru

Betur fór en á horfðist hjá ungum börnum í Reynisfjöru
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“
Fréttir
Í gær

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“

Helgi Magnús lætur allt flakka – „Fyrirgefðu frönskuna mína“