Viðbragðsaðilar flýttu sér með hraði að flugbraut á Heathrow flugvelli eftir að tvær flugvélar rákust á nú í kvöld.
Að sögn DailyMail var önnur flugvélin flugvél frá Icelandair og hin flugvél frá Korean air.
Vitni að árekstrinum segir að þeim hafi ekki lent alveg saman heldur rekist utan í hvora aðra.
Flugvél Icelandair varð, að sögn DailyMail eftir myndum að dæma fyrir nokkrum skaða, sérstaklega stélið sem vængur hinnar vélarinnar fór utan í,
Að sögn SkyNews varð ekki tjón á fólki, svo vitað sé og ekki er gert ráð fyrir að atvikið hafi áhrif á komur og brottfarir frá flugvellinum þó svo að farþegar séu beðnir um að kanna stöðuna hjá sínu flugfélagi.
Vísir ræddi við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, sem sagði engan slasaðan og að allir sem um borð voru sé komnir inn í flugstöð. Icelandair vélin hafi verið kyrrstæð á vellinum þegar önnur vél sem var að keyra framhjá rakst utan í.
Nú sé verið að vinna að lausnum varðandi þá farþega sem áttu bókað flug með vélinni aftur til Íslands.
Some more (longer) footage. There are around 6 or 7 emergency vehicles on the scene. pic.twitter.com/5x09i6vuLh
— Steve Smith – Broke Britannia (@BrokeBritannia) September 28, 2022
Farþegi í Icelandair vélinni lýsir atvikum svo á Twitter að skyndilega hafi vélin farið að skjálfa. Farþegar hafi nú beðið eftir farangri sínum í um tvo tíma er tístið var skrifað sem var fyrir hálftíma.
Af þeim myndum sem hefur verið deilt á Twitter af vél Icelandair má sjá að skaðinn er ekki mikill en þó nokkur.
Ok so I was a passenger in the Icelandair plane and suddenly the plane was shaking. We’ve been waiting for our bags at for two hours now
— birny (rant o.fl.) (@birnyy) September 28, 2022
We scraped the tail of an icelandair. Still sat at the gate pic.twitter.com/1jCoaYrC92
— ashley (@ashley50439353) September 28, 2022
I'm on Korean Air plane that clipped an Icelandair plane at Heathrow – a passenger on the other side saw the incident told me the wing of our plane damaged the others' tail.
Pic from earlier of the police and fire on the ground credit: Noah Sabbagh pic.twitter.com/2JcJBB09F4
— Dan Sabbagh (@dansabbagh) September 28, 2022
A Korean B77W cipped an Icelandair B753, Icelandair was waiting for guidance onto stand pic.twitter.com/ww3r74iEL1
— Casey (@CPlanespotting) September 28, 2022