fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Fréttir

Flugvél Icelandair lenti í minniháttar árekstri á Heathrow flugvelli í kvöld

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 28. september 2022 21:14

Myndir/Twitter

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðbragðsaðilar flýttu sér með hraði að flugbraut á Heathrow flugvelli eftir að tvær flugvélar rákust á nú í kvöld.

Að sögn DailyMail var önnur flugvélin flugvél frá Icelandair og hin flugvél frá Korean air.

Vitni að árekstrinum segir að þeim hafi ekki lent alveg saman heldur rekist utan í hvora aðra.

Flugvél Icelandair varð, að sögn DailyMail eftir myndum að dæma fyrir nokkrum skaða, sérstaklega stélið sem vængur hinnar vélarinnar fór utan í,

Að sögn SkyNews varð ekki tjón á fólki, svo vitað sé og ekki er gert ráð fyrir að atvikið hafi áhrif á komur og brottfarir frá flugvellinum þó svo að farþegar séu beðnir um að kanna stöðuna hjá sínu flugfélagi.

Vísir ræddi við Guðna Sigurðsson, upplýsingafulltrúa Icelandair, sem sagði engan slasaðan og að allir sem um borð voru sé komnir inn í flugstöð. Icelandair vélin hafi verið kyrrstæð á vellinum þegar önnur vél sem var að keyra framhjá rakst utan í.

Nú sé verið að vinna að lausnum varðandi þá farþega sem áttu bókað flug með vélinni aftur til Íslands.

Farþegi í Icelandair vélinni lýsir atvikum svo á Twitter að skyndilega hafi vélin farið að skjálfa. Farþegar hafi nú beðið eftir farangri sínum í um tvo tíma er tístið var skrifað sem var fyrir hálftíma.

Af þeim myndum sem hefur verið deilt á Twitter af vél Icelandair má sjá að skaðinn er ekki mikill en þó nokkur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn

Börn Lúðvíks Péturssonar krefjast úrskurðar um að hann sé látinn
Fréttir
Í gær

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt

Dóru Björt brugðið yfir vöruhúsinu í Álfabakka – Viðstödd borgarráðsfund þar sem byggingarmagnið var samþykkt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus

Ristaðar möndlur og jólasveinar í Bónus
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?

Æsispennandi kapphlaup um að verða „Trump-hvíslari“ – Hver er með forystuna?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks