fbpx
Sunnudagur 11.maí 2025
Fréttir

Stefnt að blaðamannafundi í hryðjuverkamálinu á miðvikudag – „Sumt af því sem hefur komið fram á við rök að styðjast en annað ekki“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 26. september 2022 10:50

Sigríður Björk Guðjónsdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir töluvert áreiti vera á lögreglu vegna hryðjuverkamálsins svokallaða, en tveir menn sitja nú í gæsluvarðhaldi, grunaðir um áform um hryðjuverk. Auk þess eru mennirnir grunaðir um stórfelld brot á vopnalögum, meðal annars með framleiðslu skotvopna með þvívíddarprentara.

Í stuttu samtali við DV segir Sigríður Björk að stefnt sé að því að halda næsta upplýsingafund vegna málsins á miðvikudag kl. 15. Sú tímasetning er þó ekki staðfest og ræðst af gangi rannsóknarinnar.

Sigríður segir að miklar sögusagnir hafi verið í gangi um málið og sumt af því sem komið hefur fram segir hún ekki eiga við rök að styðjast. „Sumt af því sem hefur komið fram á við rök að styðjast en annað ekki eins og gengur. Ég get ekki sagt meira um þetta að sinni,“ segir Sigríður en mátti skilja á henni að einhverjar sögusagnir verði leiðréttar á næsta upplýsingafundi.

DV ræddi einnig við Gunnar Hörð Garðarsson, samskiptastjóra Ríkislögreglustjóra. „Það er ekki búið að festa tíma á upplýsingafundi. Lögreglan er meðvituð um að almenningur vill fá að vita meira um þetta mál. Markmið okkar er að veita áfram þær upplýsingar sem hægt er að veita án þess að spilla rannsóknarhagsmunum,“ segir Gunnar en hann getur ekki gefið efnislegar upplýsingar um gang rannsóknarinnar.

„Við erum að reyna að veita þær upplýsingar sem við getum hverju sinni án þess að fara yfir þessa línu sem okkur er sett. Það er mitt hlutverk að gera það eins og ég get án þess að spilla rannsóknarhagsmunum. Ég tel að  best sé að gera það með þessum upplýsingafundum svo allar upplýsingar séu staðfestar á einum stað.“

Í umræðunni hafa komið upp efasemdir um að raunveruleg áform hafi verið í gangi um að fremja hryðjuverk. Er þar meðal annars litið til þess hvað gæsluvarðhaldsúrskurðir yfir mönnunum tveimur sem sitja í varðhaldi eru stuttir, ein og tvær vikur. Gunnar segist engar athugasemdir gera við þá umræðu né vilja gefa nokkurt álit á henni.

Gunnar segist vonast til að upplýsingafundurinn verði á miðvikudaginn en sá tími hefur ekki verið staðfestur. „Það er ekkert staðfest.“

Gunnar segir að mikill þungi sé á að upplýsa málið bæði frá almenningi og fjölmiðlum. „Við erum mjög meðvituð um þann þrýsting í samfélaginu að fá að vita meira um málið. Við gerum okkar besta til að verða við því.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum

Skella í lás á Laugavegi í dag en opna stærri og glæsilegri Penna á Selfossi á næstu vikum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007

Miklar sviptingar í fjármálum flokkanna á milli ára – Hafa fengið 9 milljarða króna frá árinu 2007
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“

Brynjar Karl geldur varhug við þingsetu Hannesar – „Rifjum upp nú geðveikasta póst allra tíma“