fbpx
Laugardagur 09.ágúst 2025
Fréttir

Íslenskur vændiskaupandi – „Ég skil þetta eiginlega bara sem þjónustu“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 25. september 2022 13:31

Mynd/Karlmennskan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ef ég segi alveg eins og er, þá langaði okkar félaga mínum alltaf að fara í threesome. […] Við vorum fullir eitt kvöldið og létum reyna á það. Fórum á einhverja síðu og fundum símanúmer,“ segir ungur karlmaður undir nafnleynd í hlaðvarpinu Karlmennskan þar sem hann lýsir reynslu sinni af og viðhorfum til vændis.

Hún var ekkert rosalega mikið að njóta sín
„Aðstæður seljenda og hvort þær velji þetta af fúsum og frjálsum vilja kemur mér í raun ekkert við. […] Ég skil þetta eiginlega bara sem þjónustu. Kannski eins kalt og það hljómar að þá er allt umfram þessa þjónustu eitthvað sem kemur mér ekkert við,“ svarar ungi kaupandinn aðspurður hvort hann hefði leitt hugann að því hvort konan sem hann keypti vændi af gæti hafa verið þolandi mansals eða væri ekki þarna af fúsum og frjálsum vilja. „Ég þorði eiginlega ekki að leiða hugann að því hvort hún væri þolandi mansals. Kannski vöknuðu grunsemdir þegar ég fylgdist með henni. Hún var ekkert rosalega mikið að njóta sín heldur virtist þetta vera eitthvað sem hún varð að gera.“

Þorsteinn V. Einarsson, umsjónarmaður hlaðvarpsins Karlmennskan. Mynd: Anton Brink

Er núna meira í slutty dömunum

Nafnlausi kaupandinn vísar til spjalls milli íslenskra karlmanna sem eru að ræða sín á milli um konur sem þeir hafa keypt vændi af. Hann lýsir spjallinu sem nokkurskonar ráðleggingum og ábendingum um konur, sem menn deila sín á milli. „Ég hef pínu verið að skoða í kringum mig og það eru ákveðnar síður þar sem maður getur fengið upplýsingar um það fólk sem er á landinu og hvaða þjónustur er hægt að fá. Maður þarf að leita pínu að þessu og fara á milli línanna. Svo eru einhverjar nuddþjónustur líka.“

Á þessari spjallsíðu virðast þátttakendur gefa konum einkunnir og umsagnir, sem eru ansi svæsnar. „Hef heimsótt hana þrisvar, falleg og góð stelpa. Myndi heimsækja hana oftar ef ég væri ógiftur, er núna meira í slutty dömunum.” segir einn þátttakandi á spjallinu.

Giftir menn gjarnan stórkaupendur

Samkvæmt rannsóknum, sem meðal annars er fjallað um í bókinni Venjulegar konur – Vændi á Íslandi, kemur fram að stórkaupendur vændis, sem kaupa vændi reglulega, eru gjarnan giftir sem leita í nánd og kynferðislegar athafnir sem þeir upplifa sig skorta í eigin sambandi.

Talið er að velta íslenska vændisiðnaðarins hlaupi á hundruðum milljóna á ári, þótt kaupin séu bönnuð á Íslandi. „Nei, að þetta sé ólöglegt er ekki að hindra mig. Það gerir mig kannski aðeins varkárari yfir kaupunum. En miðað við mína lífsreynslu og miðað við það sem er ólöglegt og bannað þá er þetta ekkert rosalega ofarlega á þeim lista.“

Hægt er að hlusta á viðtal við kaupanda vændis í hlaðvarpinu Karlmennskan á Spotify og öðrum hlaðvarpsveitum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“

Lexí boðið að selja blíðu sína þegar hún óskaði eftir aðstoð vegna hundsins síns – „Hvað er langt síðan þú stundaðir kynlíf?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi

Segir að FBI muni elta Demókratana frá Texas uppi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“

Vilhjálmur fengið nóg og vill verðlækkanir – „Þegar krónan veikist hækka verðin strax“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“

Flosi ómyrkur í máli um árin í ferðaþjónustunni – „Mér þótti yfirmenn mínir oft hegða sér undarlega“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“

Maðurinn sem reyndi að ræna Önnu prinsessu segist saklaus – „Ég var hræddari en hún“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina

Gufunesmálið – Reynt að láta 19 ára pilt taka á sig alla sökina