fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
Fréttir

Flöskuháls í Landsrétti – Fjölga þarf dómurum

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. september 2022 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aðeins eru liðin fjögur ár síðan nýtt dómstig, Landsréttur, tók til starfa og var markmiðið ekki síst til að létta álaginu af Hæstarétti. Í forsíðufrétt Fréttablaðsins í dag kemur fram að kerfið sé þegar sprungið en nú geta þeir sem áfrýja málum sínum úr héraði til Landsréttar átt von á því að bíða í á annað ár eftir því að mál þeirra komist á dagskrá. Sakamál eru í forgangi.

Alls starfa fimmtán dómarar við Landsrétt og yfirleitt taka þrír dómarar þátt í meðferð hvers máls fyrir dómi. Gunnar Viðar, skrifstofustjóri Landsréttar, segir í viðtali við Fréttablaðiðið að biðin sé of löng og að fjölga þurfi dómurum við réttinn. „Það er mikið álag á dómurum, hér koma yfir átta hundruð mál á ári,“ segir Gunnar Viðar.

Haft er eftir Jóni Gunnarssyni, dómsmálaráðherra, að ástandið sé ekki boðlegt og til skoðunar sé í ráðuneytinu að fjölga dómurum. Fjölgun um einn dómara myndi strax breyta miklu.

Nánar er fjallað um málið á vef Fréttablaðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB

Mikill áhugi meðal eldri borgara á gervigreind – Stefán Atli hefur þróað námsefni sérstaklega fyrir félaga FEB
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

BYKO lagði athafnamann með stormasama viðskiptasögu

BYKO lagði athafnamann með stormasama viðskiptasögu
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“

Atli Steinn svarar fyrir sig fullum hálsi – „Þá skaltu horfa í augun á mér, bölvað óbermið þitt“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda

Starfslokasamningar upp á 50 milljónir vegna tveggja stjórnenda
Fréttir
Í gær

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni

Höfðu betur gegn landeigandanum – Fá að búa áfram í orlofshúsinu og hafa það á lóðinni
Fréttir
Í gær

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna

Bónus og viðskiptavinir styrkja Krabbameinsfélagið um 5 milljónir króna
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur eftir frétt RÚV í gærkvöldi – „Tími til kominn að segja stopp. Heimilin á Íslandi hafa fengið nóg“

Vilhjálmur eftir frétt RÚV í gærkvöldi – „Tími til kominn að segja stopp. Heimilin á Íslandi hafa fengið nóg“
Fréttir
Í gær

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“

Guðni svarar Halldóri: „Hneisa að nefna fyrirtæki starfandi á Íslandi enskum nöfnum“