fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
Fréttir

Margréti Friðriks vísað úr flugi Icelandair fyrir að neita að bera grímu – Vísar því á bug að hafa verið með læti

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. september 2022 15:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra Fréttin.is, var vísað úr flugvél Icelandair í morgun eftir að hafa neitað að virða grímuskyldu. Fréttablaðið greinir frá þessu en í umfjöllun blaðsins kemur fram að starfsfólk Icelandair hafi óskað eftir aðstoðar lögreglu til að fylgja Margréti úr vélinni og til átaka hafi komið.

Í umfjölluninni kemur fram að Margrét hafi verið á leið til Moskvu, höfuðborgar Rússlands, í vinnutengdum erindagjörum með viðkomu í Þýskalandi. Enn er grímuskylda í öllu flugi til Þýskalands.

Margrét segir í umfjöllun Fréttablaðsins að flugþjónar Icelandair hafi byrjaðað vera með stæla við sig um leið og hún gekk inn í flugvélina. Starfsmennirnir hafi sagt að ekki væri pláss fyrir cabin-tösku Margrétar en hún hafi séð að það væri ekki rétt.

„Svo fóru þær að tala um að það væri grímu­skylda og ég sagði bara ha? Er grímu­skylda? Ég er ekki búin að heyra um það lengi, ég hélt þetta væri bara búið þetta Co­vid. En þeim fannst ég vera með rosa vesen og vísuðu mér úr vélinni og ég fékk ekki að fljúga,“ segir Margrét.

Hún staðfestir ennfremur að lögregla hafi verið kölluð til en segir að lögreglumennirnir hafi ekki átt orð yfir framkomu starfsmanna Icelandair því að Margrét hafi ekki verið með nein læti. Segist hún vonast eftir því að fá endurgreitt.

Nánar er fjallað um málið á vef Fréttablaðsins

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Tryggingasvikari þarf að endurgreiða 55 milljón króna bætur eftir að hann laug í tjónaskýrslu um neyslu fíkniefna

Tryggingasvikari þarf að endurgreiða 55 milljón króna bætur eftir að hann laug í tjónaskýrslu um neyslu fíkniefna
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna

Dæmdur fyrir að loka eiginkonu sína úti á svölum en fær vægan dóm vegna erfiðra fjölskylduaðstæðna
Fréttir
Í gær

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni

Erla safnar undirskriftum til að seinka klukkunni
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað

Krefst bóta eftir ruddalegt athæfi á skemmtistað
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum

Ellefu ára íslenskur drengur týndur í Flórída – Lögregla heitir fundarlaunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“

Stormur í kringum rándýr gervigreindarnámskeið og Sergio sakaður um svik og pretti – „Þetta eru bara lygasögur“