fbpx
Föstudagur 31.október 2025
Fréttir

Árás var talin yfirvofandi – Höfðu sérstakan áhuga á árshátíð lögreglunnar

Ritstjórn DV
Föstudaginn 23. september 2022 07:05

Sérsveitin að störfum. Mynd tengist ekki frétt. Fréttablaði/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Talið er að hugsanlegar árásir mannanna sem handteknir voru í umfangsmiklum aðgerðum á þriðjudag hafi verið yfirvofandi á næstu dögum. Gæsla hafi verið hert við Alþingishúsið svo lítið bar á og þá hafi mennirnir haft sérstakan áhuga á árshátíð lögreglumanna sem haldin verður í næstu viku. Þetta kemur fram í frétt Morgunblaðsins nú í morgun.

Alls voru fjórir íslenskir karlmenn á þrítugsaldri handteknir í aðgerðum í Holtasmára í Kópavogi og á iðnaðarsvæði í Mosfellsbæ. Tveir þeirra, báðir 28 ára gamlir, voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna málsins. Þeir eru grunaðir um und­ir­bún­ing hryðju­verka, ólög­leg­an inn­flutn­ing og fram­leiðslu skot­vopna, íhluta í skot­vopn og skot­færa. Geta brotin varðað allt að ævilöngu fangelsi.

Iðnaðarhúsnæðið í Mosfellsbæ þar sem stærstur hluti aðgerðarinnar fór fram stendur við Bugðufljót í Mosfellsbæ. Kemur fram í umfjöllun Morgunblaðsins að nágrannar í nærliggjandi bilum hafi ekki orðið varir við neitt óeðlilegt. Þá greindi Stundin frá því að grunur sé um tengsl mannanna við norræna hægri öfgahópa.

Fjölnir Sæmundsson, formaður Landssambands lögreglumanna, sagði í samtali við RÚV að lögreglumenn væru áhyggjufullir yfir þróuninni.

„Þetta er sorg­ar­dag­ur, finnst mér. Að það sé kom­in upp hryðju­verka­ógn á Íslandi. Menn hafi ætlað sér að beita vopn­um gegn al­menn­um borg­ur­um, lög­reglu eða stofn­un­um rík­is­ins. Ég verð að segja að ég var bara frek­ar sleg­inn yfir þessu,“ er haft eftir Fjölni.

Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið að til skoðunar sé aukin vopnaburður lögreglunnar. „Staða skipulagðrar glæpastarfsemi er alvarlegri en fólk gerir sér grein fyrir,“ segir Jón.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Reykvíkingar svara háðsglósum Norðlendinga vegna snjókomunnar fullum hálsi – „Þetta er ekkert grín þó sumum finnist það“

Reykvíkingar svara háðsglósum Norðlendinga vegna snjókomunnar fullum hálsi – „Þetta er ekkert grín þó sumum finnist það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hildur tilkynnti hundapassara eftir bitárás á Valhúsahæð – „Ég þurfti að fara á læknavaktina og fá stífkrampasprautu“

Hildur tilkynnti hundapassara eftir bitárás á Valhúsahæð – „Ég þurfti að fara á læknavaktina og fá stífkrampasprautu“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gestur Bláa lónsins ósáttur með viðbrögðin við harmleiknum í gær – „Ég hef aldrei nokkurn tímann verið jafn kjaftstopp“

Gestur Bláa lónsins ósáttur með viðbrögðin við harmleiknum í gær – „Ég hef aldrei nokkurn tímann verið jafn kjaftstopp“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn ómyrkur í máli: Ísland dýrasta ferðamannaland í heimi – Vont gæti versnað verði þetta að veruleika

Björn ómyrkur í máli: Ísland dýrasta ferðamannaland í heimi – Vont gæti versnað verði þetta að veruleika