fbpx
Föstudagur 17.október 2025
Fréttir

Auður snýr aftur og gefur út lag með Bubba

Fókus
Fimmtudaginn 22. september 2022 10:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem er hvað þekktastur undir listamannanafninu Auður, var einn helsti popptónlistarmaður þjóðarinnar þar til ásakanir um kynferðisofbeldi komu upp á síðasta ári. Eftir að fjallað var um málið í fjölmiðlum gaf Auður út yfirlýsingu þar sem hann viðurkenndi að hafa farið yfir mörk. Hann sagði þó að flökkusögur um alvarleg afbrot sem höfðu verið á flugi ættu sér ekki stoð í raunveruleikanum.

Auður hefur síðan þá stigið fram í viðtali við bæði Stöð 2 og DV og rætt um ásakanirnar og sjálfsvinnuna sem hann fór í þegar vakin var athygli á þeim. Í viðtalinu við DV sagði hann til dæmis að hann hafi sjálfur gert fullt af mistökum um ævina. „En legg mig fram við að læra af þeim, gera betur og bæta fyrir þau.“

Nú er tónlistarmaðurinn að snúa aftur en hann gerir það í samstarfi við einn ástsælasta tónlistarmann landsins, Bubba Morthens. Á miðnætti í kvöld gefur hann út sitt fyrsta lag síðan fjallað var um ásakanirnar en það ber nafnið Tárin falla hægt.

„Bubbi Morthens og Auður leiða saman hesta sína í nýjum haustslagara. Lagið ber nafnið Tárin falla hægt og er þeirra fyrsta samstarfsverkefni. Stórir gítarar, stríðstrommur og angurvær hljóðheimur einkenna lagið,“ segir í tilkynningu um útfáfu lagsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli

Sýn boðar til starfsmannafundar eftir afkomuviðvörun og gengi í frjálsu falli
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás

Sindri dæmdur fyrir tilraun til manndráps fyrir hnífstunguárás – Sagðist hafa beitt neyðarvörn eftir kynferðisárás
Fréttir
Í gær

Þjóðkirkjan segir svartnætti framundan – Uppsagnir og aukin hætta á að kirkjur grotni niður

Þjóðkirkjan segir svartnætti framundan – Uppsagnir og aukin hætta á að kirkjur grotni niður
Fréttir
Í gær

Jóhann Páll um endurskoðun RÚV á fjölmiðlamarkaði – „Það þurfti að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn til að koma þeirri vinnu af stað“

Jóhann Páll um endurskoðun RÚV á fjölmiðlamarkaði – „Það þurfti að losna við Sjálfstæðisflokkinn úr ríkisstjórn til að koma þeirri vinnu af stað“
Fréttir
Í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær

Stofnuðu Viðreisn á Vestfjörðum – Hugur í fundarfólki á Dokkunni í gær
Fréttir
Í gær

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi

Verðlaunagræja frumsýnd á Íslandi