fbpx
Miðvikudagur 02.júlí 2025
Fréttir

Hjóli Gísla Arnar var stolið á meðan hann sýndi til styrktar góðgerðarmála – Lás „af dýrustu gerð“ tekinn í sundur með slípirokk

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 21. september 2022 11:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á meðan leikarinn Gísli Örn Garðarsson var á sviði í Borgarleikhúsinu síðastliðinn laugardag var reiðhjóli hans stolið. Um er að ræða flott hjól frá framleiðandanum Cube.

Gísli greinir frá þessu í færslu sem hann birti á Facebook-síðu sinni í dag. Með færslunni birtir hann myndband sem sýnir hvernig þjófurinn náði að skera lásinn á hjólinni með slípirokk. Lásinn, sem Gísli segir að sé af dýrustu gerð, réði ekki við slípirokkinn en þjófurinn náði að losa hjólið og bruna í burtu á örfáum sekúndum.

„Ekki vongóður um að það finnist, en þá meira víti – öðrum til varnaðar,“ segir Gísli í færslunni. „Þessu hjóli var stolið fyrir framan aðalinngang Borgarleikhússins á meðan ég var að sýna á laugardag. Slípirokkur. Nokkrar sekúndur (eins og sést á videói) þrátt fyrir fullt af fólki í kring. Lás af dýrustu gerð…“

Hér fyrir neðan má sjá færslu Gísla en í henni má sjá myndbandið sem sýnir þegar hjólinu er stolið:

Gísli leikur þessa dagana í sýningunni Ég hleyp. Hann fer með hlutverk manns sem byrjar að hlaupa eftir barnsmissi og getur ekki hætt því. „Svona mikil áföll eru oft sveipuð einhvers konar hjúpi, það erfitt að tala um það og lenskan sú að þú skalt bera harm þinn í hljóði,“ sagði Gísli um leikritið í samtali við Fréttablaðið fyrr á árinu.

Allar tekjur af leik Gísla í sýningunni renna til samtakanna Nýrrar dögunar, Ljónshjarta, Bergsins og Dropans. „Mig langaði að leggja mitt til í því samhengi. Að hjálpa að lýsa ljósi á þessi samtök og hlaupa fyrir þau og í nafni þess einhvern veginn að fólk verður fyrir alls konar áföllum og þau eru mun sjálfsagðari en við tölum um og ættum kannski að tala um,“ sagði Gísli í viðtalinu við Fréttablaðið.

„Þetta var líka í sjálfu sér hvatning fyrir mig til að gera sýninguna. Svo ég gæti hlaupið í einhverjum öðrum tilgangi en fyrir sjálfan mig.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann
Fréttir
Í gær

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 

Þórhallur vonsvikinn með borgina:  „Neikvætt er tekið í erindið“ 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“

Sverrir um ungu tæknitrúðana sem hanna gervigreind – „Þeir tala raunar eins og það sé þeim bókstaflega lífsspursmál að tortíma störfum fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“

Reiði út af sviptingum á Kringlumýrarbraut – „Þetta var eina skiltið þarna í gær á öllum kaflanum og trukkurinn við hliðina á mér blokkaði það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig

Langahlíð Guesthouse lokað og sextugsafmæli í uppnámi – Þekktur áhrifavaldur tók við hárri greiðslu og lætur ekki ná í sig