fbpx
Fimmtudagur 08.maí 2025
Fréttir

Lúbarði starfsmann Nettó sem stóð hann að verki

Ritstjórn DV
Mánudaginn 19. september 2022 13:09

Nettó í Þönglabakka

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært 21 árs gamlan karlmann fyrir þjófnað og líkamsárás á starfsmann Nettó í Þönglabakka. Ákæran var birt í Lögbirtingablaðinu í dag en þýðir að ekki hefur verið hægt að birta hinum meinta brotmanni ákæruna.

Hinum ákærða er gert að sök að hafa miðvikudaginn 28. október 2020, þá aðeins 19 ára, farið inn í áðurnefnda verslun Nettó og tekið þar vörur að verðmæti 1.265 krónur og yfirgefið versluna án þess að greiða fyrir vörurnar. Þá hafi starfsmaður verslunarinnar elt hinn ákærða út og haft afskipti af honum fyrir framan verslunina. Þá hafi hinn ákærði veist að starfsmanninum með ofbeldi og slegið hann með krepptum hnefa ítrekað í andlit, allt með þeim afleiðingum að starfsmaðurinn hlaut mar frá vinstra gagnauga niður á kinnbein, skrapsár á kinn, eymsli við netfrót og skrapsár á nefi.

Á hinn ákærði yfir höfði sér allt að 3 ára fangelsi vegna hins meinta brots auk þess sem gerð er kraf um að hann greiði allan sakarkostnað.

Í síðustu viku féll dómur í svipuðu máli í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna atviks í verslun 10-11 við Laugaveg  föstudaginn 19. febrúar 2021. Þá hafði viðskiptavinur ráðist gegn starfsmanni verslunar, sem gefið hafði viðkomandi fyrirmæli, og ítrekað slegið viðkomandi, ýmist með flötum eða krepptum hnefa, í andlit.

Játaði ákærði brot sitt greiðlega og sagðist það tengjast fíknivanda sem hann glímdi við. Var horft til þess að um fyrsta brot viðkomandi var að ræða og því var niðurstaða dómstólsins 30 daga skilorðsbundið fangelsi til tveggja ára.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 

KAPP og Loðnuvinnslan skrifa undir viljayfirlýsingu um nýja uppsjávarvinnslu 
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni

Fjórir menn ákærðir fyrir að frelsissvipta og misþyrma unglingi – Var pyntaður með rafmagnsvopni
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína

Spæjarastofa Jóns Óttars sökuð um að nýta stolin gögn frá lögreglu og saksóknara til að selja þjónustu sína
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“

„Ég væri bara að vinna í banka eða í neyslu ef ég ætti ekki svona gott bakland“