fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fréttir

Hópur Íslendinga í loftbelg sem brotlenti í Frakklandi í dag

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 16. september 2022 20:39

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír Íslendingar ákvað að gera sér glaðan dag í borginni Liége í Frakklandi og fóru í flugferð með loftbelg. Eftir klukkutíma í loftinu var tími til kominn að snúa aftur til jarðar en ekki fór betur en svo að loftbelgurinn brotlenti. Karfan sem farþegar voru í hvolfdi með þeim afleiðingum að tvær íslenskar konur úr 11 manna hópnum féllu til jarðar og slösuðust, en þær voru fluttar með sjúkrabíl af vettvangi.

Samkvæmt heimildum DV hnébrotnaði önnur konan í slysinu og er nú í gipsi frá nára og niður. Sú kona er Guðlaug Ingvadóttir, móðir Guðmundar Felix Grétarssonar, sem hefur verið í Frakklandi til að aðstoða Guðmund Felix við endurhæfingu eftir handaágræðslu hans, en hún er önnur tveggja aðstoðarmanna hans.

Rannsókn er hafin að tildrög slyssins samkvæmt frönskum fjölmiðlum.

Uppfært: 17/9 – Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var því haldið fram að 11 Íslendingar hafi verið um borð í loftbelgnum. Íslendingarnir voru þrír en hópurinn í loftbelgnum taldi 11 manns. Fréttin hefur verið leiðrétt. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði

Ferðamaður óttasleginn eftir að hafa fundið veggjalús á hóteli í Reykjavík – Hótelstjórinn neitaði
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki

Styttist í að rannsókn Gufunessmálsins ljúki
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“

Útburður að hefjast á Sigurbjörgu úr hryllingshúsinu við Bríetartún – „Ég fékk tvo virka daga til að vinna í málinu“
Fréttir
Í gær

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni

Hanna Katrín segir leiðréttinguna löngu tímabæra og þjóðina eiga skýlausan rétt á henni
Fréttir
Í gær

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi

Sagðist vera leppur en dró allt til baka og beið svara í átta ár – Viðurkenndi leppun fyrir dómi
Fréttir
Í gær

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“

Hafnfirðingar og Garðbæingar búnir að fá nóg af mávi – „Við erum að bilast á þessu“