fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Fréttir

Hópur Íslendinga í loftbelg sem brotlenti í Frakklandi í dag

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 16. september 2022 20:39

Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír Íslendingar ákvað að gera sér glaðan dag í borginni Liége í Frakklandi og fóru í flugferð með loftbelg. Eftir klukkutíma í loftinu var tími til kominn að snúa aftur til jarðar en ekki fór betur en svo að loftbelgurinn brotlenti. Karfan sem farþegar voru í hvolfdi með þeim afleiðingum að tvær íslenskar konur úr 11 manna hópnum féllu til jarðar og slösuðust, en þær voru fluttar með sjúkrabíl af vettvangi.

Samkvæmt heimildum DV hnébrotnaði önnur konan í slysinu og er nú í gipsi frá nára og niður. Sú kona er Guðlaug Ingvadóttir, móðir Guðmundar Felix Grétarssonar, sem hefur verið í Frakklandi til að aðstoða Guðmund Felix við endurhæfingu eftir handaágræðslu hans, en hún er önnur tveggja aðstoðarmanna hans.

Rannsókn er hafin að tildrög slyssins samkvæmt frönskum fjölmiðlum.

Uppfært: 17/9 – Í fyrstu útgáfu fréttarinnar var því haldið fram að 11 Íslendingar hafi verið um borð í loftbelgnum. Íslendingarnir voru þrír en hópurinn í loftbelgnum taldi 11 manns. Fréttin hefur verið leiðrétt. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“

Réttarhöld hafin yfir Degi Þór vegna stunguárásar við Mjódd – „Ég ætlaði alls ekki að drepa hann“
Fréttir
Í gær

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn

Nýr stórmeistari Frímúrarareglunnar kjörinn
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila