fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Fréttir

Verðbólgudraugurinn setur strik í reikninginn hjá klámstjörnu – „Ég þurfti að breyta öllu verðlaginu hjá mér“

Fókus
Þriðjudaginn 13. september 2022 22:30

Myndir/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Verðbólgudraugurinn hrellir marga þessa dagana og framfærslukostnaður fer hækkandi að því virðist með hverjum deginum. Íbúar Bretlands finna mikið fyrir þessu, með hækkandi rafmagnskostnaði hafa margir þurft að grípa til örþrifaráða, eins og að hætta að borga klámstjörnum pening í hverjum mánuði.

Klámstjarnan Fenella Fox segir nefnilega í samtali við Daily Star að þeim fjölgi sem segja upp áskrift að OnlyFans síðunni hennar. Hún telur að rekja megi ástæðuna fyrir því til verðbólgunnar. Fox, sem er 28 ára gömul, varð nokkuð fræg á OnlyFans en hún markaðssetti sig sem „náttúrulega“ klámstjörnu. Í dag er OnlyFans síðan hennar á meðal þeirra vinsælustu í heiminum.

Fox hefur þó tekið eftir því að karlmenn eru farnir að skera niður í klámdálkinum í rekstrarkostnaðinum hjá sér. Hún hefur gripið til annarra ráða en tíðkast hjá þeim sem selja áskriftir, yfirleitt fer verðið á þeim hækkandi þegar illa gengur en hún ákvað hins vegar að lækka verðið hjá sér umtalsvert. Mánaðaráskrift að síðunni hennar kostaði 22 pund, um 3.500 í íslenskum krónum, en í dag kostar hún aðeins 4 pund, um 650 krónur.

„Ég þurfti að breyta öllu verðlaginu hjá mér. Til dæmis er ég ekki lengur að selja myndbönd á 17 pund heldur á 15, 13 punda myndbönd kosta núna 10 pund og 9 punda myndböndin eru komin í 8 pund,“ útskýrir hún. „Ég hef líka tekið eftir því að ég er ekki að fá áskrifendur sem eru til í að borga 22 pund en fyrir nokkrum árum var ég með hundruðir áskrifenda sem borguðu 35 pund fyrir áskriftina!“

Þá segir Fox að hún hafi ekki náð að hækka launin sín vegna þessa en reikningarnir hennar hafa líka hækkað eins og hjá öðrum. „Leigan mín er búin að hækka og mér leið eins og leigusalinn minn vildi fá mig í burtu til að geta hækkað hana ennþá meira,“ segir hún.

„En ég náði að semja við hann og borga núna 1.845 pund á mánuði [um það bil 300 þúsund í íslenskum krónum] sem er frekar mikið að mínu mati þar sem þetta er bara tveggja svefnherbergja íbúð.“

Þó svo að hart sé í árinni hefur Fox náð að finna leiðir til að eiga fyrir salti í grautinn. Hún segir að neysluvenjur áskrifenda hennar hafi breyst og hefur hún gert sitt besta í að fylgja þeim. „Mér líður eins og fleiri vilji mjög gróft efni núna,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Jóhannes Valgeir látinn

Nýlegt

Jóhannes Valgeir látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur

Blaðamaður Morgunblaðsins ósáttur við viðbrögð við morðinu á Kirk – Einn sagði við Snorra Másson að hann væri næstur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson

Þetta vitum við um hinn handtekna – 22 ára og heitir Tyler Robinson
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar

Nýbýlavegsmálið: Móðir sem dæmd var í 18 ára fangelsi fær að áfrýja til Hæstaréttar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra

Sýknaður af ákæru um líkamsárás eftir slagsmál á Þjóðhátíð í Eyjum – Sögðust hafa séð tvo menn koma út úr tjaldinu þeirra
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“

Gífurleg heift á bæjarstjórnarfundi í Kópavogi – „Ásakanir minnihlutans á hendur starfsmönnum um vísvitandi útúrsnúning eru ómaklegar og óásættanlegar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu

Lögreglan á Suðurnesjum fór ekki að lögum í máli bandarískrar konu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34

Segja það geta verið lífshættulegt að hafa Konukot í Ármúla 34
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann

Reykjavíkurborg fær ekki að áfrýja máli til Hæstaréttar – Kona sem datt í sundlaug vann