fbpx
Þriðjudagur 06.maí 2025
Fréttir

Bjarni og Svandís kasta frönsku kartöflunum hvort í annað

Ritstjórn DV
Mánudaginn 12. september 2022 16:58

Myndin er samsett

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérstakir verndartollar eru lagðir á innfluttar franskar kartöflur þrátt fyrir að enginn framleiði þær lengur hér á landi. Tollurinn er 76% og myndi það hafa jákvæð áhrif fyrir íslenska neytendur ef hann yrði felldur niður, enda enginn framleiðandi lengur á Íslandi sem þarf að „vernda.“ Matvælaráðherra og fjármálaráðherra benda nú hvor á annan þegar kemur að ákvarðanatöku í þessu máli.

Ólafur Stephensen, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, gerir þetta að umtalsefni í aðsendri grein á Visir.is í dag undir yfirskriftinni: „Ráðherrar kasta á milli sín heitri (franskri) kartöflu“.

Þar segir Ólafur að Félag atvinnurekenda hafi sent bæði Svandísi Svavarsdóttur matvælaráðhera og Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra erindi þann 24. ágúst og hvatti þau til að beita sér fyrir niðurfellingu verndartollsins.

Eini framleiðandinn hættur

Lengi vel hafi tollurinn verið til að vernda framleiðslu Þykkvabæjar en það var einmitt þann 24. ágúst sem fyrirtækið tilkynnti að það væri hætt að framleiða franskar kartöflur, sem þó höfðu reyndar alltaf verið framleiddar úr erlendum kartöflum.

„Hæsti prósentutollur tollskrárinnar verndar þá ekkert lengur. Hann er bara úreltur og ósanngjarn skattur á verzlun, veitingarekstur og neytendur í landinu, sem nemur 300-400 milljónum króna á ári,“ segir Ólafur.

Ráðherrar vísa hvor á annan

Atvinnuvegaráðuneytið hafi tveimur dögum síðar svarað á þá leið að matvælaráðherra hafi ekki aðkomu að ákvörðun tollsins heldur heyri þetta undir valdsvið fjármálaráðherra.

Síðasta föstudag var fjármálaráðherra síða inntur svara í þessu máli á Stöð 2 en hann sagði málið þá ekki á sínum borði heldur hjá matvælaráðherra í atvinnuvegaráðuneytinu.

Næsti ríkisstjórnarfundur á morgun

„Það gengur að sjálfsögðu ekki að stjórnmálamenn firri sig ábyrgð með því að kasta málum á milli sín eins og heitri kartöflu. Í ljósi þess að Svandís og Bjarni hittast tvisvar í viku, á ríkisstjórnarfundum á þriðjudögum og föstudögum, hljóta þau að geta talað saman um málið og komizt að niðurstöðu um hvort þeirra ber ábyrgð á að leggja til breytingar á úreltum verndarskatti. Næsti fundur er á morgun, þá er tækifærið. Næsta skref er svo frumvarp – eða breytingartillaga við einhver af fylgifrumvörpum fjárlaganna – um að fella tollinn niður,“ segir Ólafur.

Hér má lesa greinina í heild sinni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus

Bónus hefur afhent 500 nýfæddum börnum Barnabónus
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“

Ferðamaður óttast að gera Íslendinga reiða með því að panta hvalkjöt – „Þetta er ekki einu sinni gott“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“

Segir vinnubrögð samskiptaráðgjafa hafa ýtt bróður sínum í sjálfsvíg – ,,Við fáum aldrei manninn til baka. Við ætlum að hreinsa mannorðið hans“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný

Katrín segir Grænland ekki vera til sölu – Trump hótar á ný