fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Þórður Snær og Arnar stefna Páli fyrir meiðyrði

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 8. september 2022 10:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður á sama miðli, hafa stefnt framhaldsskólakennaranum og bloggaranum Páli Vilhjálmssyni fyrir héraðsdóm vegna meintra ærumeiðandi ummæli. Þetta kemur fram í færslu Páls á bloggsíðu hans í morgun.

Lögmaður blaðamannanna, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, krafðist fyrir hönd þeirra ómerkingar tvennra ummæla sem Páll hefur látið falla á bloggsíðu sinni um lögreglurannsókn á stuldi síma Páls Steingrímssonar skipstjóra. Þórður Snær og Arnar Þór hafa auk Aðalsteins Kjartanssonar, blaðmanns á Stundinni, og Þóru Arnórsdóttur, ritstjóra Kveiks á RÚV verið yfirheyrð vegna málsins og hefur Páll Vilhjálmsson farið mikinn á bloggsíðu sinni um málið og birt fjölda færslna því tengdu.

Ummælin sem Þórður Snær og Arnar Þór krefjast ómerkingar á eru eftirfarandi.

  1. Arn­ar Þór Ing­ólfs­son og Þórður Snær Júlí­us­son, blaðamenn á Kjarn­an­um, […] eiga aðild, beina eða óbeina, að byrlun Páls skipstjóra Steingrímssonar og stuldi á síma hans.
  2. Saksóknari mun gefa út ákæru á hendur blaðamönnum RSK-miðla, líklega í september

Þá kemur fram að Þórður Snær og Arnar Þór vilji hvor um sig fá 1,5 milljónir króna í miskabætur og að málskostnaður þeirra sé greiddur af Páli.

Páll greindi frá því þann 9. maí síðastliðinn að honum hefði borist krafa frá tvímenningunum um að Páll myndi draga ummælin tilbaka og biðjast afsökunar á þeim ellegar sæta málsókn. Páll kaus hins vegar að gera það ekki.

Ljóst er að Páli þykir lítið til stefnunnar koma. Málatilbúnaður Þórðar Snæs og Arnars Þórs er einn stór brandari. „Ef það má ekki segja opinberlega almælt tíðindi, þótt þau komi við kaun blaðamanna, má pakka tjáningarfrelsinu saman og senda það í Gúlagið,“ skrifar Páll.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Syndis kaupir Ísskóga

Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin

Stefán Blackburn og Gabriel Douane í blóðugum slagsmálum á Litla-Hrauni – Fangaverðir treystu sér ekki til að stíga inn í átökin
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“

Börn á Egilsstöðum biðja um meiri ró – „Hvetja fólk til hæglætis og rólegheita“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli

Diljá Mist skýtur á Flokk fólksins og segir lítið heyrast frá honum í þessu máli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“

Læknar biðla til Borgnesinga – „Vinsamlegast ekki eyða læknatímanum ykkar í að ræða skipulag eða stjórnmál“