fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
Fréttir

Nýnasistar láta að sér kveða á Norðurlandi

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 7. september 2022 09:00

Einn miðanna. Mynd:Fréttablaðið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Að undanförnu hafa miðar, þar sem yfirburðum hins hvíta norræna manns er hampað, verið límdir upp á nokkrum stöðum á Norðurlandi. Á þeim er einnig tekin afstaða gegn samkynhneigðum. Á sumum miðanna er græn ör en hún er merki samnorrænnar nýnasistahreyfingar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Jóhanni Helga Heiðdal, sem starfar hjá Háskólanum á Akureyri, að honum hafi brugðið í brún við að sjá þessa miða með merki samnorrænnar nýnasistahreyfingar.

Fréttablaðið segist hafa upplýsingar um að miðar af þessu tagi hafi verið límdir upp í Reykjadal í Þingeyjarsveit og á Húsavík.

Á einum miðanum er vísað á heimasíðu Norrænu mótstöðuhreyfingarinnar, Norðurvígi, en hún er vistuð í Svíþjóð.

Eyrún Eyþórsdóttir, lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur í hatursglæpum, sagði í samtali við Fréttablaðið að engin spurning sé um að Norðurvígi sé hluti af samnorrænni nýnasistahreyfingu. „Þetta eru nýnasistar, það er engin spurning, þannig fjalla fræðin um þetta. Við erum að tala um forræðishyggju sem stendur vörð um hvíta kynstofninn, að hann byggi á menningarlegum arfi, sem stenst ekki skoðun,“ sagði hún.

Nánar er hægt að lesa um málið í Fréttablaðinu í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Svíþjóð brást of seint við skipulagðri glæpastarfsemi – Ísland hefur enn tíma

Svíþjóð brást of seint við skipulagðri glæpastarfsemi – Ísland hefur enn tíma
Fréttir
Í gær

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“

Egill tætir í sig myndband Miðflokksmanna – „Í Kópavogi var rekið það sem kallaðist Fávitahæli“
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur

Úrskurðir ársins I: Varasamur læknir, ólögleg aflífun og „gallaður“ hundur
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl

Rukkaður fyrir misheppnaða viðgerð á bíl
Fréttir
Fyrir 5 dögum

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið

Sakamál ársins I: Sjúkratryggingasvindlarinn, meintur banamaður Geirfinns nafngreindur og það sem þú vissir ekki um Gufunesmálið
Fréttir
Fyrir 6 dögum

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar

Sambýlisfólk í góðri trú handtekið við komuna heim frá Alicante vegna mistaka Lyfjastofnunar