fbpx
Laugardagur 03.maí 2025
Fréttir

„Hjúkrunarmannauður bráðamóttökunnar er með slagæðablæðingu“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 7. september 2022 16:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Nýkomin heim af helgarvakt á hinni alræmdu „vandræðagemlings“ Bráðamóttöku LSH. Deildin sem greinilega hvorki utanaðkomandi venjulegt fólk, stjórnendur, né starfsfólk botna í hvort mikið eða lítið er að gera á – hvað þá stjórnmálamenn og heilbrigðisráðherra.“

Svona hefst færsla sem Mette Pedersen, hjúkrunarfræðingur á bráðamóttöku Landspítalans, skrifar en færsluna birti hún á Facebook-síðu sinni á dögunum. Mette segir að fjölmiðlar virðist heldur ekki botna í því hversu mikið sé að gera á bráðamóttökunni.

„Því hvernig er hægt að búa til almennilega frétt um efni sem annað hvort er risastórt áhyggjuefni fyrir stóran hluta þjóðarinnar sem þurfa á Landspítalanum að halda eða bara stormur í vatnsglasi sem ofurþreytt, áhyggjufullt og mjög faglegt starfsfólk, er að „sýsla“ með að búa til hryllingssögur milli vakta?“

Mette segir að sjálf sé hún algjörlega miður sín yfir því að þurfa að kveðja ótrúlega flott samstarfsfólk hvert á fætur öðru. Hún skrifar í hástöfum að samstarfsfólkið sem hefur hætt sé „FAGLEGA ÓMISSANDI.“ Þá segir hún að það eigi alls ekki við að segja að maður komi í manns stað á þessum vinnustað.

„Já, það má færa rök fyrir því að eðlilegt er að starfsmannavelta verður hærri eftir langvarandi álag – en telst það samt ekki ansi blóðugt og ÓEÐLILEGT þegar tæplega 1/3 af einni starfsstétt hættir/fer í veikindaleyfi eða minnkar við sig vinnu? Og frekar slæmt að hætt er að segja hversu margar aukavaktir vantar á hverja vakt því þá er hætta á að þeir sem þó eru skráðir fái kvíðakast yfir að mæta!“

Þá segir Mette að hjúkrunarfræðingarnir sem eru að hætta séu miður sín því þetta var starfið sem þeim langar helst af öllu að vinna við, enda búin að sérmennta sig í faginu. „Þyngri en tárum tekur.“

Mette segir að þrátt fyrir að verkefni hafi verið færð til og að metnaðarfullir ritarar deildarinnar hafi tekið að sér fleiri verkefni þá sé það ekki nóg. „Lyfjatæknar, og félagsráðgjafi deildarinnar eru gulls ígildi og algjörlega ómissandi viðbót í mannauð bráðamóttökunnar og hefur með framúrskarandi störfum einnig létt heilmikið af okkur hinum, – en þetta er EKKI nóg!“

Að lokum segir hún að þetta mál sé alls ekki stormur í vatnsglasi. „Hjúkrunarmannauður bráðamóttökunnar er með slagæðablæðingu og það versta er að það virðist engin vera tilbúin í að setja þrýstingsumbúðir á sárið……. og já, plásturstímabilið er löööngu búið!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos