fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Ásta ráðin forstjóri Festi – verður áfram framkvæmdastjóri Krónunnar

Eyjan
Miðvikudaginn 7. september 2022 18:23

Ásta Sigríður Fjeldsted, forstjóri Festi. Mynd: Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórn Festi hf. hefur ráðið Ástu S. Fjeldsted sem forstjóra félagsins og tekur hún við því starfi frá deginum í dag að telja. Hún mun fyrst um sinn jafnframt gegna starfi framkvæmdastjóra Krónunnar. Magnús Kr. Ingason mun samhliða stíga niður sem forstjóri og sinna starfi fjármálastjóra áfram. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Ásta Sigríður hefur gegnt starfi framkvæmdastjóra Krónunnar frá árinu 2020. Áður var hún framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs Íslands frá 2017. Ásta Sigríður starfaði fram til þess hjá þremur alþjóðlegum fyrirtækjum í meira en áratug: Fyrir ráðgjafafyrirtækið McKinsey & Company frá árinu 2012, bæði á skrifstofum þess í Tókýó og Kaupmannahöfn, þar sem hún tók þátt í eða leiddi fjölda smærri og stærri greininga- og umbreytingaverkefni. Áður starfaði hún hjá IBM í Danmörku og stoðtækjaframleiðandanum Össuri hf., bæði í Frakklandi og á Íslandi. Ásta Sigríður er vélaverkfræðingur með M.Sc. gráðu frá DTU, Tækniháskólanum í Danmörku.

Það er mikill styrkur að fá Ástu S. Fjeldsted til að leiða það öfluga teymi sem hjá fyrirtækinu starfar og móta með okkur framtíðarstefnu þess. Framundan eru spennandi tímar og mikil sóknartækifæri. Ásta hefur bæði reynslu af rekstri í smásölugeiranum eftir árin hjá Krónunni en jafnframt alþjóðlega reynslu í stefnmótun og umbótaverkefnum fyrir stórfyrirtæki í öðrum geirum. Við erum stolt af því að fá jafn öfluga konu til að leiða fyrirtækið,“ er haft eftir Guðjóni Reynissyn, stjórnarformanns Festi:

„Efst í huga mér er þakklæti fyrir traustið, en Festi ásamt rekstrarfélögum þess (N1 ehf., ELKO ehf., Krónan ehf., Festi fasteignir ehf., Bakkinn vöruhótel ehf. og N1 Rafmagn ehf.) starfar á afar spennandi og síkvikum mörkuðum, sem hafa raunveruleg áhrif á lífskjör almennings á Íslandi. Ábyrgð okkar sem þar störfum er því mikil og ljóst að vegferð félagsins þarf að vera í stöðugri þróun. Það eru forréttindi að fá að vinna áfram með öllu því öfluga fólki, sem starfar innan Festi og rekstrarfélaganna,“ segir Ásta S. Fjeldsted, nýr forstjóri Festi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“

Íris segir erfitt að losna við blankheitahugsun og byrja að spara: „Peningurinn rennur ekkert út, hann myglar ekkert, hann verður þarna og þú getur bara geymt hann“
Fréttir
Í gær

Níu gistu fangageymslur í nótt

Níu gistu fangageymslur í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá

Látinn eftir fall í Vestari Jökulsá
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni

Kona sökuð um langvarandi ofbeldi gegn aldraðri móður sinni