fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fréttir

Tóku myndband af stórhættulegu athæfi í Hvalfjarðargöngunum – „Þetta er náttúrulega bara brjálæði“

Máni Snær Þorláksson
Þriðjudaginn 6. september 2022 13:32

Frá Hvalfjarðargöngum

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ungir menn sáust í gær stunda stórhættulegt athæfi í Hvalfjarðargöngunum en þeir tóku einnig myndband af athæfinu sem hefur verið í nokkurri dreifingu á samfélagsmiðlum. Í myndbandinu sést hvernig einn af ungu mönnunum liggur ofan á þaki bíls sem er að keyra í gegnum göngin. Svo virðist vera sem hann hafi farið út um opin glugga á ferð og klifrað þaðan upp á bílinn.

„Hvað ertu að gera?“ segir sá sem tekur upp myndbandið en síðan hlær hann. „Þetta er víst nýtt æði hja mönnum,“ segir heimildarmaður DV um myndbandið en ekki er þó vitað til þess að fleiri dæmi séu um athæfi sem þetta.

Elín Agnes Kristínardóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir í samtali við DV að málið hafi ekki verið komið á þeirra borð. Þau hafi hvorki vitað af myndbandinu né að verið væri að stunda eitthvað þessu líkt. „Ekki eins og þetta sem þú ert að lýsa akkúrat núna, nei,“ segir Elín.

Þá segir Elín að svona athæfi sjáist ekki á myndavélum nema verið sé að keyra of hratt á köflum þar sem hraðamyndavélarnar eru. „Það snýst svolítið um það ef menn detta á milli hraðavéla, Vegagerðin er með vélar þarna, ef þeir fara ekki í hraðavélarnar, ef þeir opna ekki gluggann þar þá geta menn dottið á milli,“ segir hún.

„Ef þeir eru að keyra hratt og ofan á bílnum þá kæmi það á hraðavél en ef menn eru ekki að gera þetta akkúrat þar sem vélar opnast þá er þetta á dauðum punkti sem eru ekki í upptöku og við sjáum ekki.“

Þá fordæmir Elín athæfið og ítrekar hversu skelfilegar afleiðingarnar geta verið af fífldirfsku sem þessari. „Þetta er náttúrulega bara brjálæði. Því ef það verður slys inni í göngunum þá er það svo rosalega mikið mál, það er svo stutt á milli og menn geta kastast þarna í grjótið og í veggina. Það er ekki eins og þeir færu út í móa eða eitthvað slíkt. Þarna ertu bara í steinsteyptu röri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina

Eiginkona Charlie Kirk birti ískyggilega færslu nokkrum tímum fyrir skotárásina
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“

Snorri fær pillu frá ömmu sinni eftir færslu hans um Charlie Kirk – „Gegnsær populismi“
Fréttir
Í gær

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”

Sólveig Anna sendir Kristrúnu skýr skilaboð: „Það yrðu mikil mistök fyrir núverandi stjórnvöld”
Fréttir
Í gær

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ

Þrjár verslanir opna í nýrri verslunarmiðstöð í Reykjanesbæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás

Charlie Kirk er látinn eftir skotárás
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“

Gagnrýnir Ingu Sæland fyrir að vilja stytta rétt til atvinnuleysisbót um eitt ár – „Hún hefur steingleymt sínum minnsta bróður“